Dagbók Sivjar Friðleifsdóttur

Vikan 26. maí-1. júní 2012

Föstudagur 1. júní

Kl.9 var fundur í stjórn Norræna menningarsjóðsin og síðan móttaka þar sem kynnt var barnamenningarhátíðin sem stendur fyrir dyrum.

Kl.14 var flug heim.

Kl.17 var móttaka fyrir þingmenn, varaþingmenn og fyrrverandi þingmenn Framsóknarflokksins, hjá Hrólfi, framkvæmdastjóra flokksins.

Fimmtudagur 31. maí

Kl.9-16 var fundur í stjórn Norræna menningarsjóðsins.

Um kvöldið bauð Poul Bache, fulltrúi Dana í stjórninni, okkur heim til sín.

Miðvikudagur 30. maí

Kl.13:15 var flug til Kaupmannahafnar.

Þriðjudagur 29. maí

Kl.9-11 voru tveir fundir á Höfn í Hornafirði.

Annar var um sjávarútvegsmál og þau frumvörp sem nú liggja fyrir Alþingi.

Hinn var um heilbrigðis- og öldrunarmál, en enn er ekki búið að ganga frá þjónustusamningi við Heilbrigðisstofnun Suð-Asturlands(HSA).

Að sögn hjúkrunarforstjóra og stjórnarformanns HSA ber ekki mikið á milli og væri gott að ganga frá samningi hið fyrsta.

Kl.20 hófust eldhúsdagsumræður á Alþingi.

Fyrir hönd Framsóknarflokksins töluðum við Sigmundur Davíð og Birkir.

Mánudagur 28. maí

Um miðjan daginn skruppum við Hákon upp á Hérað.

Kl.16 var félagsfundur framsóknarmanna í Fjarðarbyggð þar sem við ræddum atvinnumál, samgöngumál, umdeild mál sem eru í þinginu, lokun útbús Landsbankans á staðnum og fleira.

Um kvöldið lá leiðin á Brunnhól.

Sunnudagur 27. maí

Um morguninn lá leiðin austur á Fáskrúðsfjörð.

Laugardagur 26. maí

Í dag kom Björn Tandberg, frændi minn í Íslandsheimsókn með konu sinni Ragnhild og vini þeirra.