Dagbók Sivjar Friðleifsdóttur

Vikan 19.-25. maí 2012

Föstudagur 25. maí

Kl.9 hófst fundur í allsherjar- og menntamálanefnd.

Kl.10:30 hófst fundur á Alþingi.

Kl.11:30 var fundur í stjórn Rótarýklúbbs Seltjarnarness.

Kl.12 var fundur í Rótarýklúbbi Seltjarnarness.

Kl.18 komu strákarnir og mamma í mat.

Fimmtudagur 24. maí

Kl.9 hófst fundur í allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis.

Kl.10 hófst þingflokksfundur framsóknarmanna á Alþingi.

Kl.10:30 hófst þingfundur.

Kl.11-15 voru atkvæðagreiðslur þar sem fellt var að draga aðildarumsókn að ESB tilbaka og samþykkt að leggja nokkrar spurningar um stjórnarskrána í ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu.

Kl.20 var félagsfundur framsóknarmanna í Árborg þar sem farið var yfir af hverju slitnaði upp úr meirihlutaviðræðum milli framsóknar- og sjálfstæðismanna um daginn, en sjálfstæðismenn föluðuðst eftir þeim viðræðum.

Ástæðan var sú að forysta sjálfstæðismanna í Árborg hafði ekki bakland til að ljúka þeim viðræðum.

Miðvikudagur 23. maí

Kl.13:30 hófst þingflokksfundur framsóknarmanna á Alþingi.

Kl.15 hófst fundur allsherjar- og menntamálanefndar.

Um kvöldið komu strákarnir og Elín Björk í mat.

Þriðjudagur 22. maí

Kl.9-12 var fundur í allsherjra- og menntamálanefnd Alþingis.

Kl.13:30 hófst fundur á Alþingi.

Mánudagur 21. maí

Kl.13 hófst þingflokksfundur framsóknarmanna á Alþingi.

Kl.15 hófst þingfundur þar sem m. a. var tekin fyrir fyrirspurn til velferðarráðherra frá mér um tóbaksmál.

Sunnudagur 20. maí

Um kvöldið komu strákarnir, Elín Björk og mamma í mat.

Laugardagur 19. maí

Kl.13 var opnunarhátíð Herminjasafnsins á Hlöðum á Hvalfjarðarströnd.