Dagbók Sivjar Friðleifsdóttur

Vikan 12.-18. maí 2012

Föstudagur 18. maí

Kl.10:30 hófst fundur á Alþingi.

Kl.18 var afmælismatur fyrir Hákon hjá mömmu.

Kl.20 hófst sameiginleg vorhátíð framsóknarmanna á Suðurnesjum.

Vorhátíðin var haldin í Grindavík og var boðið upp á heilgrillað lambakjöt.

Fimmtudagur 17. maí

Um miðjan daginn héldu Norðmenn á Íslandi og fjölskyldur þeirra upp á þjóðhátíðardag Norðmanna með m. a. messu í Dómkirkjunni og skrúðgöngu.

Kl.16 var matarboð hjá mömmu í tilefni þjóðhátíðardags Norðmanna.

Miðvikudagur 16. maí

Um morguninn sást rosabaugur um sólu.

Kl.13:30 var þingflokksfundur framsóknarmanna á Alþingi.

Kl.15 hófst fundur á Alþingi.

Kl.21 borðaði þingflokkur framsóknarmanna saman í Tapas-húsinu.

Þriðjudagur 15. maí

Kl.9 hófst fundur í allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis.

Eftir hádegi var ráðstefna um ábyrgð háskóla og ábyrgð stjórnenda í Háskólanum á Bifröst.

Kl.17:30 komu Hákon, Húni og Elín Björk í mat.

Kl.20 lá leiðin í Borgarleikhúsið að sjá Svar við bréfi Helgu.

Afar góð sýning sem er óhætt að mæla með.

Mánudagur 14. maí

Kl.13 var þingflokksfundur framsóknarmanna.

Kl.15 hófst fundur allsherjar- og menntamálanefndar.

Um kvöldið var aðalfundur fulltrúaráðs framsóknarfélaganna í Kópavogi.

Sunnudagur 13.  maí

Um miðjan daginn fór ég á hótel Glym á opnun sýningar Önnu Sigríðar, myndhöggvara.

Laugardagur 12. maí

Dagurinn fór í tiltektir og annað stúss.

Um kvöldið hittust nokkrir sjúkraþjálfarar úr hópnum sem útskrifaðist saman úr HÍ 1986 heima hjá Auði Ólafsdóttur.

Við höldum hópinn og hittumst endrum og eins okkur til upplyftingar.