Dagbók Sivjar Friðleifsdóttur

Vikan 5.-11. maí 2012

Föstudagur 11. maí

Dagurinn fór í lestur og annað sem hæfir kvefpest.

Um kvöldið komu Hákon og mamma í mat. 

Fimmtudagur 10. maí

Dagurinn fór í að vinna í heimasíðunni, lestur og annað slíkt.

Miðvikudagur 9. maí

Dagurinn fór í útréttingar, lestur gagna og vinnu við þingmál.

Þriðjudagur 8. maí

Kl.9-12 var fundur í allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis.

Um kvöldið kom Hákon í mat.

Mánudagur 7. maí

Kl.13 var þingflokksfundur framsóknarmanna á Alþingi.

Kl.15 hófst fundur í allsherjar- og menntamálanefnd.

Kl.17 var sjósund, en hitastig sjávar var 8,3 gráður í dag.

Sunnudagur 6. maí

Um kvöldið komu strákarnir í mat.

Laugardagur 5. maí

Kl.9:30 hittust félagar úr Rótarýklúbbi Seltjarnarness í áhaldahúsi bæjarins til að ná í plastpoka og taka þátt í hreinsun bæjarins.

Í minn hlut kom að hreinsa hluta Vallarbrautar og leiksvæðið þar.

Kl.11:30 lá leiðin á morgunkaffifund framsóknarmanna í Kópvogi.

Kl.17 hittumst við Anna Hrönn og Hróðný hjá Heiði vinkonu.

Heiður hélt stórveislu og bauð okkur upp á humar, andalæri og súkkulaðiköku.