Dagbók Sivjar Friðleifsdóttur

Vikan 28.apríl-4. maí 2012

Föstudagur 4. maí

Kl.9:30 fór ég í klippingu til Lilju.

Kl.12 var fundur í Rótarýklúbbi Seltjarnarness.

Kl.15 lá leiðin á Alþingi til að taka þátt í umræðum um heiðurslaun listamanna o.fl.

Um kvöldið komu strákarnir í plokkfisk.

Fimmtudagur 3. maí

Kl.9 var fundur í allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis.

Kl.10:30 hófst fundur á Alþingi.

Kl.13:30 var kynning í HR á niðurstöðum könnunar á líðan barna og ungmenna.

Miðvikudagur 2. maí

Fór um morguninn í kaffi á stofuna til pabba.

Kl.13 var þingflokksfundur framsóknarmanna á Alþingi.

Kl.15 hófst fundur á Alþingi.

Kl.18:30 var samráðsfundur þingflokks framsóknarmanna og stjórnar Samtaka atvinnulífsins.

Kl.21:30 var komið að minni ræðu um breytingar á skipan stjórnarráðsins.

Þriðjudagur 1. maí

Dagurinn nýttist í lestur gagna og skokk.

Um kvöldið komu strákarnir og Elín Björkí lambalæri.

Mánudagur 30. apríl

Kl.15 hófst fundur á Alþingi.

Sunnudagur 29. apríl

Dagurinn nýttist í Boston.

Um kvöldið var flug heim.

Hér eru myndir 1 frá Boston.

Myndir 2 frá Boston.

Myndir 3 frá Boston.

Laugardagur 28. apríl

Dagurinn nýttist í Boston.

Um kvöldið hittum við mamma og Ingunn systir, Melvin frænda og Lily, vinkonu hans.

Hann er úr norsk-sænsku móðurfjölskyldunni minni.