Dagbók Sivjar Friðleifsdóttur

Vikan 21.-27. apríl 2012

Föstudagur 27. apríl

Dagurinn nýttist í Boston.

Fimmtudagur 26. apríl

Dagurinn nýttist í Boston.

Miðvikudagur 25. apríl

Seinni part dags var flug til Boston.

Þriðjudagur 24. apríl

Kl.9 var fundur allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis.

Kl.13:30 hófst fundur á Alþingi.

Kl.19:30 var aðalfundur Framsóknarfélags Grindavíkur.

Mánudagur 23. apríl

Kl.10-14 var þingflokksfundur framsóknarmanna haldinn í höfuðstöðvum flokksins á Hverfisgötunni.

Þar fórum við yfir málin sem við viljum leggja áherslu á á næstunni og hvernig við viljum koma þeim á framfæri.

Kl.14 fylgdumst við með sjónvarpinu sem sýndi uppkvaðningu Landsdóms, en hún fór fram í Þjóðmenningarhúsinu.

Kl.17 var sjósund, en í dag var hitastig sjávar 6,5 gráður.

Kl.20 var aðalfundur framsóknarfélagsins á Seltjarnarnesi haldinn á Rauða ljóninu á Eiðistorgi.

Kl.20:30 var opinn fundur okkar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Framsóknarflokksins, á sama stað.

Sunnudagur 22. apríl

Í hádeginu fórum við Hákon, Húni og Elín Björk saman út að borða á Vegamót.

Seinni partinn vann ég í blaðagrein sem send verður inn í næstu viku.

Laugardagur 21. apríl

Um miðjan daginn var flug heim.