Dagbók Sivjar Friðleifsdóttur

Vikan 14.-20. apríl 2012

Föstudagur 20. apríl

Kl.10-17 var haldin þríhliða ráðstefna Beneluxþingsins, Eystrasaltsráðsins og Norðurlandaráðs, um skattsvik og félagslega þjónustu.

Á ráðstefnunni flutti ég erindi fyrir hönd Norðurlandaráðs, sem formaður velferðarnefndar ráðsins.

Að erindum loknum voru pallborðsumræður.

Eftir ráðstefnuna gafst tími til að ganga um miðbæ Haag, en þar mátti sjá að gróður er víða að springa út í vorhlýjunni.

Fimmtudagur 19. apríl

Um morguninn var flug til Amsterdam.

Þar vorum við Beate Wang, ritari velferðarnefndar Norðurlandaráðs, sóttar og okkur ekið til Haag.

Kvöldverður var í boði Beneluxþingsins.

Miðvikudagur 18. apríl

Kl.11:30 hófst fundur þingmanna í allsherjar- og menntamálanefnd í ráðuneytinu um framtíð Náttúruminjasafnsins.

Kl.13 var þingflokksfundur framsóknarmanna á Alþingi.

Kl.15 hófst þingfundur, en á honum tók ég til máls um breytingar á stjórnarráðinu.

Kl.18:30 flutti ég erindi um þingsályktun mína og fleiri um ´"ætlað samþykki" vegna líffæragjafa, í Rótarýklúbbi Borgarness á Hótel Hamri.

Þriðjudagur 17. apríl

Kl.9 var fundur í allsherjar- og menntamálanefnd.

Kl.12:45-13-13:30 var fundur með rússneskum þingmönnum þar sem rædd voru orkumál og málefni Norðurslóða.

Kl.19 var kvöldverður með rússnesku þingmönnunum.

Mánudagur 16. apríl

Þingfundur hófst kl.13 þegar forseti Alþingis les upp öll þau mál sem lögð voru fram nýlega til þings.

Kl.15 hófst hefðbundinn þingfundur.

Kl.17 var sjósund, en í dag var hitastig sjávar 5,9 gráður.

Um kvöldið komu strákarnir og Elín Björk í mat.

Sunnudagur 15. apríl

Kl.14:30 var haldin glæsileg fermingarveisla hjá frænda mínum, Þresti Elvari Ákasyni.

Kl. 20 lá leiðin í Hörpu að hlusta á Þóru Einarsdóttur og Garðar Cortes syngja í La Bóhem.

Þau sungu afar vel eins og þeirra er von og vísa.

Laugardagur 14. apríl

Dagurinn nýttist m. a. í góða göngu.

Um kvöldið kom Hákon í nautalund.