Dagbók Sivjar Friðleifsdóttur

Vikan 7.-13. apríl 2012

Föstudagur 13. apríl

Kl.12 var fundur í Rótarýklúbbi Seltjarnarness.

Eftir hádegi sótti ég áhugaverða ráðstefnu um framtíð landbúnaðarins á Bifröst.

Þar var m. a. rætt um sóknarfærin í lífrænum landbúnaði.

Um kvöldið komu Hákon og mamma í mat.

Fimmtudagur 12. apríl

Kl.14 var ársfundur Landsvirkjunar haldinn í Silfurbergi í Hörpunni.

Mjög góð aðsókn var á ársfundinn.

Seinni partinn tók ég viðtal og sinnti öðrum vinnutengdum verkefnum.

Miðvikudagur 11. apríl

Kl.13 var fundur okkar Sigmundar Davíðs, Vigdísar Hauksdóttur, Sigurðar Inga Jóhannssonar og Jóhannesar Þórs Skúlasonar með Sjúrði Skaale, þingmanni frá Færeyjum og fylgdarliði hans í forsætisnefndarherberginu á Alþingi.

Kl.16:20 var ég í símaviðtali í beinni útsendingu á Bylgjunni um þingsályktun mína um að tekið verði upp gæðamerkið "broskarlinn".

Kl.17 fórum við Heiður í sjósund, en hitastig sjávar var 5,6 gráður.

Þriðjudagur 10. apríl

Kl.13 var fundur þingflokks framsóknarmanna um sjávarútvegsmál.

Um kvöldið komu strákarnir í mat til mín.

Dymbilvikan og páskarnir nýttust m. a. til vinnu og ferðalaga á Norðurland og Vesturland.