Dagbók Sivjar Friðleifsdóttur

Vikan 31.mars-6.apríl 2012

Dymbilvikan og páskarnir nýttust m. a. til vinnu og ferðalaga á Norðurland og Vesturland.

Sunnudagur 1. apríl

Dagurinn nýttist að hluta í að greiða atkvæði um styrkúthlutanir fyrir Norræna menningarsjóðinn á netinu.

Kl.15 var fermingarveisla bróðursonar míns, Fannars Óla Friðleifssonar.

Laugardagur 31. mars

Kl.11 var morgunkaffifundur framsóknarmanna í félagsaðstöðu flokksins í Garðabæ.

Seinni partinn nýttist tíminn m. a. í að fara á blaðaljósmyndasýningu ársins í Gerðarsafninu.

Sýningin var mjög góð að venju og gaman að sjá fréttaljósmyndir og aðrar myndir frá liðnum atburðum.