Dagbók Sivjar Friðleifsdóttur

Vikan 17.-23. mars 2012

Föstudagur 23. mars

Kl.8:45-11:45 var haldin þemaráðstefna Norðurlandaráðs á Alþingi.

Þema ráðstefnunnar var Norðurslóðir.

Flutti ég ræða um málið fyrir hönd flokkahóps miðjumanna í Norðurlandaráði.

Kl.12:15 hófst fundur í Rótarýklúbbi Seltjarnarness.

Í kvöldfréttum rúv-útvarps var fjallað um fyrirspurn mína um neyðarvistun og meðferð ungmenna á Stuðlum.

Hér er fyrirspurnin og svarið.

Hér er frétt af mbl.is um málið.

Fimmtudagur 22. mars

Kl.8:00-9:10 stýrði ég fundi stjórnar flokkahóps miðjumanna í Norðurlandaráði.

Kl.9:15-12:00 stýrði ég fundi flokkahóps miðjumanna í Norðurlandaráði.

Halla Gunnarsdóttir, aðstoðamaður Ögmundar Jónassonar, kom á fundinn og kynnti okkur löggjöfina sem bannar nektardans á Íslandi, en sú löggjöf er tveggja ára á morgun.

Hér er kynning Höllu bæði á dönsku og neðst á íslensku.

Kl.13-17 stýrði ég fundi velferðarnefndar Norðurlandaráðs.

Kl.19 hófst hátíðardagskrá í Hátíðarsal Háskóla Íslands þar sem vinningshafi bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs var kynntur.

Miðvikudagur 21. mars

Dagurinn fór í lestur gagna vegna fundar velferðarnefndar Norðurlandaráðs sem hefst á morgunn.

Kl.17-22 var fundur þingflokks framsóknarmanna og Landsstjórnar á Hótel Glym í Hvalfjarðarsveit.

Í dag var svari Guðbjartar Hannessonar, velferðarráðherra, til mín, um neyðarvistun og meðferð ungmenna á Stuðlum, birt.

Þriðjudagur 20. mars

Kl.9:10 hófst fundur í allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis.

Kl.13 var fundur í Íslandsdeild Norðurlandaráðs.

Kl.13:30 hófst þingfundur.

Kl.15 var heilsumæling.

Um kvöldið kom Húni í mat.

Kl.20 var hattafundur Kvenfélags Seltjarnarness, en gestir fundarins voru konur úr Kvenfélagi Villingaholtshrepps.

Mánudagur 19. mars

Kl.7:35 mætti ég á Bylgjuna til að fara í útvarpsviðtal um af hverju brýnt er að veita lögreglunni á Íslandi sömu rannsóknarheimildir og gilda á öðrum Norðulöndum.

Hér er linkur á viðtalið.

Fór svo í morgunkaffi á stofuna til pabba.

Síðan lá leiðin á Greiðuna, hárgreiðslustofu.

Kl.11 fundaði þingflokkur framsóknarmanna með forstjóra og aðstoðarforstjóra LSH.

Að fundi loknum skoðuðum við hluta sjúkrahússins.

Kl.14-17 var þingflokksfundur framsóknarmanna haldinn í höfuðstöðvum flokksins á Hverfisgötunni.

Fór svo í Nauthólsvík að hitta sjósundsfélagana.

Kl.18:30 borðaði þingflokkur framsóknarmanna saman á veitingastaðnum Snaps við Óðinstorg.

Sunnudagur 18. mars

Um kvöldið komu Húni, Hákon og mamma í lambahrygg.

Kvöldið nýttist í að setja inn myndir frá Naryan Mar í Rússlandi í dagbókina hér á heimasíðunni.

Laugardagur 17. mars

Kl.8:45-17:00 var fundur þar sem verðandi forsetar og verðandi ritarar Rótarýklúbanna á Íslandi hittust á fræðslufundi til að undirbúa komandi starfsár klúbbanna.