Dagbók Sivjar Friðleifsdóttur

Vikan 10.-16. mars 2012

Föstudagur 16. mars

Í dag var flug heim og lýkur þar með för sendinefndar Norðurlandaráðs til norðvesturhluta Rússlands.

Fimmtudagur 15. mars

Kl.9 funduðum við með olíu- og gasfyrirtæki staðarins.

Síðan skoðuðum við mikla skautahöll þar sem lögð er áhersla á að kenna börnum listdans og íshokkí ásamt fleiri íþróttum í hliðarsölum s. s. skák og borðtennis.

Þar næst lá leiðin í kjötvinnslu staðarins, en hún vinnur aðallega hreindýrakjöt.

Kl.15:10 var svo flug til St. Petersburg.

Um kvöldið tók Árni Þór Sigurðsson, alþingismaður, að sér að ganga með okkur um slóðir rússneskra rithöfunda, en hann var hér við rússneskunám á sínum tíma.

Miðvikudagur 14. mars

Kl.9 skoðuðum við menningarmiðstöðina.

Kl.10 hófst fundur með hérðasstjóranum(Governor) og þingmönnum.

Seinni partinn fórum við út á túndruna og skoðuðum bæinn Televiska og rústirnar við Pustozersk, en þar var fyrsta stærri byggðin norðan heimskautsbaugs á sínum tíma.

Farartækin í ferðinni voru sérútbúinn björgunarsveitarjeppi, beltabíll og svifnökkvi.

Þarna eru engir vegir þ. a. við ókum á ísilögðum ám til að komast um.

Þriðjudagur 13. mars

Kl.8 fórum við út á flugvöll og flugum til Naryan-Mar, sem er höfuborgin í Nenetssjálfstjórnarsvæðinu.

Seinni partinn skoðuðum við safnið og bæinn.

Síðan hittum við þingmenn svæðisins í opinberu kvöldverðarhófi.

Mánudagur 12. mars

Kl.9:35 var flug til St. Petersburg.

Þar hittist sendinefnd Norðurlandaráðs  á Norrænu upplýsingaskrifstofunni, sem Norræna ráðherraráðið rekur.

Mika Boedeker, framkvæmdastjóri skrifstofunnar, skýrði okkur frá starfseminni sem starfsmenn hennar halda utan um í norðvestur Rússlandi.

Fimmtán starfsmenn vinna á skirfstofunni, þar af tólf í St. Petersburg, og einn í Murmansk, Arkangelsk og Pedrogoskov.

Kynningarfundinum lauk kl.17.

Kl.19:30 var kvöldverður í boði framkvæmdastjórans.

Sunnudagur 11. mars

Kl.8 var flug til Köben.

Laugardagur 10.mars

Dagurinn fór að hluta til í lestur gagna vegna ferðar sendinefndar Norðurlandaráðs til Rússlands í næstu viku.

Við Árni Þór Sigurðsson, alþingismaður, erum fulltrúar Íslands í sendinefndinni.

Fyrst heimsækjum við uppýsingaskrifstofu Norrænu ráðherranefndarinnar í St. Petersburg, en síðan mun leiðin liggja til Naryan-Mar.