Dagbók Sivjar Friðleifsdóttur

Vikan 3.-9. mars 2012

Föstudagur 9. mars

Kl.11 var stjórnarfundur í Rótarýklúbbi Seltjarnarness.

Kl.12:15-13:30 var fundur í Rótarýklúbbi Seltjarnarness.

Kl.17-19  var svokallaður formannafundur  framsóknarfélaganna í Suðvesturkjördæmi haldinn.

Fimmtudagur 8. mars

Kl.9:15 hófst fundur allsherjar- og menntamálanefndar.

Kl.12 var opinn fundur hjá Varðbergi um skipulagða glæpastarfsemi í Þjóðminjasafninu.

Hér er frétt á mbl.is af fundinum.

Náði að láta smyrja bílinn í dag.

Kl.19:30 var kvöldverðarhóf í norska sendiráðinu.

Miðvikudagur 7. mars

Fyrri hluta dags lá leiðin á flokksskrifstofuna.

Var í símaviðtali við Dv um leikhúsáhugann.

Útkoman var þessi skrýtna fyrirsögn og frétt . Ja hérna.

Kl.13 var þingflokksfundur framsóknarmanna.

Kl.15-17 var fundur allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis.

Þriðjudagur 6. mars

Kl.9-12 var fundur í allsherjar- og menntamálanefnd.

Kl.15-17 var stórfín ráðstefna um líffæragjafir á Grand hótelinu þar sem m. a. var rædd þingsályktunartillagan sem ég hef lagt fram á Alþingi ásamt meðflutningsmönnum um svokallað "ætlað samþykki" til líffæragjafa.

Hér er linkur á tillöguna.

Kl.19 komu Húni, Elín Björk og Hákon í mat.

Mánudagur 5. mars

Kl.15-17 var fundur í allsherjar- og menntamálanefnd.

Kl.17 var sjósund.

Sunnudagur 4. mars

Um kvöldið komu Hákon, Húni og Elín Björk í mat.

Laugardagur 3. mars

Kl.10:30 var opinn fundur Framsóknarflokksins á Akureyri.

Rætt var um nýsköpunarmál.

Á fundinum var Whalebuddy kynnt, en það er app um hvali og verður komið á framfæri í tengslum við hvalaskoðun.

Um kvöldið var skemmtilegt kvæðamannamót í Rauðku á Siglufirði.

Þar tróðu upp Kvæðamannafélagið Ríma(Fjallabyggð), Gefjun(Akureyri), Iðunn(Reykjavík), Árgali(Selfossi) og Félag Ljóðaunnenda(Egilsstöðum).