Dagbók Sivjar Friðleifsdóttur

Vikan 25.feb.-2. mars 2012

Föstudagur 2. mars

Kl.12:15 var fundur í Rótarýklúbbi Seltjarnarness.

Fimmtudagur 1. mars

Kl.9 var fundur í allsherjar- og menntamálanefnd þar sem Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra og fylgdarlið gerðu grein fyrir þeirri skipulögðu glæpastarfsemi sem nú á sér stað í landinu.

Kl.10:30 hófst þingfundur þar sem við m. a. greiddum atkvæði um hvort fella ætti niður Landsdómsákæruna.

Var málinu vísað frá með 33 atkvæðum gegn 24.

Í dag fór fram umræða um vannæringu barna í þróunarríkjum og tókum við Eygló Harðardóttir þátt í henni fyrir hönd framsóknarmanna.

Kl.20 lá leiðin í Borgarleikhúsið að sjá stórleikritið-Fanný og Alexander-.

Leikritið var gott og skemmtilegt þótt ég verði að gera þá játningu að ég skemmti mér enn betur þarsíðustu helgi á gamanleiknum -Klerkar í klípu- sem áhugamannaleikarar í Ungmennafélagi Biskupstungna eru að sýna í félagsheimilinu Aratungu í Reykholti um þessar mundir.

Menningin í sveitum landsins er víða áhugaverð og framsækin og gefur stórborginni ekkert eftir.

Miðvikudagur 29. febrúar

Kl.13 var þingflokksfundur framsóknarmanna á Alþingi.

Kl.20 var Góugleði framsóknarkvenna á flokksskrifstofunni á Hverfisgötunni.

Þar var m. a. tískusýning þar sem sýndir voru gamlir og góðir kjólar í eigu framsóknarkvenna.

Þriðjudagur 28. febrúar

Kl.9-11 var fundur allsherjar- og menntamálanefndar.

Kl.13:30 hófst þingfundur þar sem við m. a. greiddum endanlega atkvæði um breytingar á matvælalögum sem er forsenda þess að hægt er að taka upp norræna hollustumerkið Skráargatið sem ég hef lengi barist  fyrir.

Kl.16:30 var ég í beinu útvarpsviðtali á Bylgjunni um Skráargatið.

Kl.18 las ég Passíusálma í Grafarvogskirkju.

Kl.19 hélt Framsóknarflokkurinn veislu fyrir þingfulltrúa á Búnaðarþingi á flokksskrifstofunni.

Mánudagur 27. febrúar

Kl.13 hófst þingflokksfundur framsóknarmanna á Alþingi.

Kl.15 hófst þingfundur.

Kl.17 skrapp ég í Nauthólsvík.

Um kvöldið kom Hákon í mat.

Sunnudagur 26. febrúar

Kl.13:30 var setning Búnaðarþings á Hótel Sögu.

Þar mættu nokkrir þingmenn s. s. við Gunnar Bragi Sveinsson, Vigdís Hauksdóttir og Ásmundur Einar Daðason fyrir hönd framsóknarmanna.

Seinni partinn nýttist tíminn m. a. í góða göngu.

Laugardagur 25. febrúar

Kl.10:00-16:30 var sveitastjórnarráðstefna Framsóknarflokksins haldinn á Grand hótelinu undir yfirskriftinni -Lagður vegur vísar leiðina-.

Um kvöldið fór ég í lambalæri til Húna og Elínar Bjarkar.