Dagbók Sivjar Friðleifsdóttur

Vikan 18.-24. febrúar 2012

Föstudagur 24. febrúar

Kl.12:15 var fundur í Rótarýklúbbi Seltjarnarness.

Seinni partinn skrapp ég í IKEA með Hákoni.

Fimmtudagur 23. febrúar

Kl.9 hófst fundur allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis.

Kl.10:30 hófst þingfundur þar sem ég m. a. spurði menntamálaráðherra út í húsnæðismál Náttúruminjasafns Íslands og tók þátt í sérstökum umræðum um aðhald í fjárlögum.

Hér er frétt af visir.is um náttúruminjasafnið og frétt af mbl.is.

Um kvöldið komu mamma og Hákon í mat.

Miðvikudagur 22. febrúar

Kl.15 hófst fundur á Alþingi þar sem m. a. voru greidd atkvæði um málsmeðferð vegna breytinga á stjórnarskrá.

Einnig var umræða um norræna hollustumerkið Skráargatið sem ég tók þátt í.

Í dag birtist grein um Skráargatið eftir mig í Fréttablaðinu.

Þriðjudagur 21. febrúar

Kl.9-12 var fundur allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis.

Kl.13:30 hófst fundur á Alþingi.

Kl.15 var gerð útför Guðrúnar Hjörleifsdóttur frá Hallgrímskirkju.

Um kvöldið tók ég til máls um tillögu að málsmeðferð vegna breytinga á stjórnarskár.

Mánudagur 20. febrúar

Kl.13:30 var þingflokksfundur framsóknarmanna á Alþingi, en í dag er nefndardagur.

Kl.18 komu Húni, Elín Björk og Hákon í mat.

Kl.20 hittumst við Heiður, Sigga Björns og Biggi Bjarna, bekkjarfélagar úr 6-S,  á Sólon til að undirbúa 30 ára útskriftarhóf okkar úr MR í vor.

Sunnudagur 19. febrúar

Dagurinn fór i tiltektir og annað stúss. 

Laugardagur 18. febrúar

Kl.11 var morgunkaffi framsóknarmanna í félagsheimili Framsóknarflokksins á Digranesvegi 12.

Um kvöldið lenti ég í einhverskonar tímavél í Tungunum.

Þá lá leiðin í félagsheimilið Aratungu þar sem Ungmennafélag Biskupstungna hefur nýlega hafið sýningar á gamanleiknum, -Klerkar í klípu-.

Farsinn var óborganlega fyndinn og gefur -Nei ráðherra- ekkert eftir hvað skemmtan varðar.

Menningin í sveitum landsins er falið leyndarmál sem allt of fáir landsmenn nýta sér.

Aratunga er eitt fallegasta félagsheimili landsins og hefur fengið að halda hinum hlýja, gamla og rómantíska stíl.

Húsið er perla sem ég hlakka til að heimsækja aftur síðar á lífsleiðinni.

Hér er linkur á upplýsingar um gamanleikinn.