Dagbók Sivjar Friðleifsdóttur

Vikan 11.-17. febrúar 2012

Föstudagur 17. febrúar

Kl.12:15 var fundur í Rótarýklúbbi Seltjarnarness.

Kl.15 var gerð útför Guðrúnar Lillýjar Sigmundsdóttur frá Dómkirkjunni.

Um kvöldið komu Hákon, Húni og mamma í mat.

Fimmtudagur 16. febrúar

Kl.9:30  var fundur allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis.

Kl.10 var þingflokksfundur framsóknarmanna á Alþingi.

Kl.10:30 hófst fundur á Alþingi, en á honum voru samþykkt tvö mál frá mér, annarsvegar um heimsóknir til eldri borgara í forvarnarskyni og hinsvegar um norræna hollustumerkið Skráargatið.

Hér er skrifuð frétt ruv.is um þau.

Hér er tillagan um heimsóknir til eldri borgara og hér er tillagan um norræna hollustumerkið Skráargatið.

Kl.14 tók ég viðtal.

Miðvikudagur 15. febrúar

Kl.13 var gerð útför Kristínar Svövu Svavarsdóttur frá Grafarvogskirkju.

Kl.15 hófst þingfundur þar sem ég tók þátt í umræðum um menntamál, breytingar á lögum um skráningu trúfélaga og þingsályktun minni um heimsóknir til eldri borgara í forvarnarskyni.

Í fyrramálið verða greidd atkvæði um tvö mál sem ég er fyrsti flutningsmaður að, annarsvegar um að taka beri upp norræna hollustumerkið Skráargatið og hinsvegar um heimsóknir til eldri borgara í forvarnarskyni.

Þriðjudagur 14. febrúar

Í dag var ég heima með flensu.

Um kvöldið kom Hákon í mat.

Mánudagur 13. febrúar

Kl.13 var þingflokksfundur framsóknarmanna á Alþingi.

Kl.15 hófst þingfundur.

Þar var dreift afar sérstöku svari utanríkisráðherra til Vigdísar Hauksdóttur, alþingismanns.

Hér er athugasemd sem ég gerði vegna þessa.

Hér er frétt mbl.is um málið, frétt ruv.is og frétt Smugunnar.

Á honum svaraði m. a. menntamálaráðherra fyrirspurn frá mér um hvernig grunn- og framhaldsskólar taka á agavandamálum.

Hér er umræðan.

Kl.17:45 leit ég við á stjórnarfundi Kjördæmissambands framsóknarmanna í Suðvesturkjördæmi. 

Um kvöldið sýndi Kastljósið fróðleg viðtöl við tvo líffæraþega, þá Kjartan Birgisson og Jóhann Bragason, og nýrnalækninn Runólf  Pálsson vegna líffæragjafamálsins sem ég hef lagt fram á Alþingi.

Sunnudagur 12. febrúar

Dagurinn fór í tiltektir og lestur gagna.

Um kvöldið kom Hákon í mat.

Laugardagur 11. febrúar

Um kvöldið fór ég í Borgarleikhúsið að sjá leikritið Axlarbjörn.

Sýningin var mjög áhugaverð og talsvert framúrstefnuleg.