Dagbók Sivjar Friðleifsdóttur

Vikan 4.-10. febrúar 2012

Föstudagur 10. febrúar

Kl.12:15 stýrði ég þorrablótsfundi í Rótarýklúbbi Seltjarnarness í Albertsbúð í Gróttu.

Kl.13:30-16:30 nýttist tíminn á ráðstefnu Félags um foreldrajafnrétti í Háskólanum í Reykjavík.

Kl.17 tókum við Gunnar Bragi Sveinsson, alþingismaður, á móti nemendum í nemendafélaginu Fjallinu úr Háskóla Íslands.

Þau komu á flokksskrifstofuna að kynna sér starfsemi Framsóknarflokksins.

Fimmtudagur 9. febrúar

Kl.12:15 var fundur í Rótarýklúbbi Hafnarfjarðar í turninum í Firðinum.

Kl.17:30 var fundur fulltrúaráðs framsóknarmanna í Kópavogi þar sem meirihlutasamstarf Framsóknarflokksins við Y-listann og sjálfstæðismenn var samþykkt einróma.

Kl.20 vorum við Eygló Harðardóttir, alþingismaður, með opinn stjórnmálafund í Reykjanesbæ um stöðu heimilanna og atvinnumál .

Miðvikudagur 8. febrúar

Vann hluta dags í tölvunni og var í samband við fólk vegna þingsályktunar minnar og fleiri um ætlað samþykki vegna líffæragjafa.

Sá að Kjartan Birgisson, hjartaþegi, skorar á þingheim að taka það mál sem fyrst á dagskrá.

Gott hjá honum.

Kl.15:30 hélt Sandy Carter, einn aðstoðarforstjóra IBM, fyrirlestur á Nordica hótellinu.

Kl.19 komu Hákon og Húni í mat.

Um kvöldið hittist hluti 6-S úr MR í tilefni þess að Kalli er á landinu.

Þriðjudagur 7. febrúar

Fyrri part dags lá leiðin í bæinn.

Á leiðinni mátti m. a. sjá sandburðinn í Svaðbælisá undir Eyjafjöllum.

Seinni partinn vann ég á skrifstofunni.

Mánudagur 6. febrúar

Um miðjan daginn lá leiðin á fund framsóknarmanna í Efri-Vík í Landbrotinu neðan Kirkjubæjarklausturs.

Þar var ég frummælandi ásamt Sigurði Inga Jóhannssyni, alþingismanni.´

Góð mæting var á fundinum og margar spurningar sem brunnu á fundarmönnum s. s. um stöðu ferðaþjónustunnar, landbúnaðarins, varnargarða vegna Skaftár og fleira.

Sunnudagur 5. febrúar

Kl.10:20 vorum við Rannveig Ásgeirsdóttir og Eiríkur Tómasson í beinni útsendingu hjá Sigurjóni Egilssyni í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni.

Þar ræddum við um fréttir vikunnar s. s. myndun nýs meirihluta í Kópavogi, sjávarútvegsmál og líffæragjafir.

Um kvöldið lá leiðin á fund framsóknarmanna á Blönduósi.

Laugardagur 4. febrúar

Dagurinn fór í tiltektir og útréttingar.

Um kvöldið lá leiðin í mat til Ingunnar systur.