Dagbók Sivjar Friðleifsdóttur

Vikan 28.jan.-3. feb. 2012

Föstudagur 3. febrúar

Um morguninn kom norski þingmaðurinn, Per Olaf Lundteigen, ásamt fylgdarliði í heimsókn á Alþingi.

Kl.10:30 hófst fundur á Alþingi.

Hér er frétt af mbl.is.

Þar tók ég m. a. til máls um munnlega skýrslu menntamálaráðherra um safnamál.

Síðan tók ég þátt í umræðu um þingmál sem ég flyt um norræna hollustumerkið Skráargatið, en þar er að koma úr nefnd og verður samþykkt í þarnæstu viku.

Kl.13 sýndi ég norska lækninum, Knut Vibe, Alþingi.

Hann er áhugamaður um umhverfismál á Norðurslóðum og hefur margoft komið til Íslands.

Kl.16-18 vorum við Eygló Harðardóttir í verslunarmiðstöðinni Firðinum í Hafnarfirði að ræða við kjósendur.

Sumir spurðu hvort kosningabaráttan væri þegar hafin.

Fimmtudagur 2. febrúar

Kl.9 hófst fundur allsherjar- og menntamálanefndar.

Kl.10:30 hófst fundur á Alþingi.

Seinni hluta dags vann ég á skrifstofunni.

Um kvöldið lá leiðin á aðalfund Framsóknarfélagsins í Sandgerði.

Miðvikudagur 1. febrúar

Kl.13 var fundur þingflokks framsóknarmanna á Alþingi.

Kl.15 hófst fundur á Alþingi.

Þriðjudagur 31. janúar

Kl.9 hófst fundur allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis.

Kl.12 var fundur Framsóknarfélags Reykjavíkur á Grand hótelinu þar sem Birkir Jón Jónsson, alþingismaður, var frummælandi.

Seinni part dags fór ég í klippingu hjá Lilju í Greiðunni.

Mánudagur 30. janúar

Kl.10 var aðalfundur Rúv haldinn í Efstaleiti.

Kl.13 var þingflokksfundur framsóknarmanna á Alþingi.

Kl.15 hófst þingfundur, en þar var ég með fyrirspurn á menntamálaráðherra vegna væntanlegs frumvarps um rúv.

Hér er linkur á umræðuna og á frétt ruv.is um málið.

Í dag var dreift á Alþingi þingsályktun minni um ætlað samþykki vegna líffæragjafa.

Voru  málinu gerð góð skil í fjölmiðlum um kvöldið.

Hér er sjónvarpsfrétt á ruv.is um málið og frétt Stöðvar 2.

Skrifuð frétt á ruv.is og skrifuðu frétt á mbl.is.

Skrifuð frétt á visir.is.

Kl.17 lá leiðin í sjósund.

Sunnudagur 29. janúar

Seinni partur dags nýttist m. a. í göngu.

Um kvöldið komu Húni, Elín Björk og Hákon í mat.

Laugardagur 28. janúar

Um miðjan daginn fór ég á opnunarhátíð sýningarinnar -Tíska, kjólar og korselett- í Þjóðminjasafninu.