Dagbók Sivjar Friðleifsdóttur

Vikan 21.-27. janúar 2012

Föstudagur 27. janúar

Kl.12:15 var fundur í Rótarýklúbbi Seltjarnarness.

Kl.18 hélt æskuvinkona mín, Ragnheiður Einarsdóttir, upp á fimmtugsafmæli sitt með glæsilegri veislu.

Fimmtudagur 26. janúar

Um morguninn var Reykjanesbrautin opnuð aftur og þurfti snjóplóga og önnur álíka tæki til að ryðja það versta.

Kl.13:30 var hitti ég fulltrúa Hjartaheilla vegna líffæragjafamáls sem ég mun leggja fram á Alþingi í næstu viku.

Fór síðan niður á þing að ræða við þingmenn og vinna í tölvunni.

Um kvöldið hringdi Fréttablaðið í tengslum við ófærðina sem við lentum í í nótt.

Miðvikudagur 25. janúar

Kl.9-15 stýrði ég fundi velferðarnefndar Norðurlandaráðs.

Kl.17:10 var flug til Köben og þaðan heim um kvöldið.

Lentum kl.22:20 í Keflavík.

Þar var veður mjög vont, snjókoma, skafrenningur og rok.

Flugrútan komst ekki til Reykjavíkur þar sem Reykjanesbrautinni var lokað vegna ófærðar.

Við vorum því í um tvo tíma í flugrútunni hér og þar á svæðinu þar til við börðumst tilbaka í Leifsstöð.

Um nóttina ákváðum við nokkur að gista í Reykjanesbæ meðan aðrir ákváðu að gista í Leifssstöð eða úti í rútunni.

Þriðjudagur 24. janúar

Kl.9 var fundur í Íslandsdeild Norðurlandaráðs.

Kl.10 hófst ráðstefna um velferðarmál á Norðurlöndunum þar sem ég hélt erindi um vinnu velferðarnefndar Norðurlandaráðs.Á ráðstefnunni var rætt um hvernig þjónusta skal aukinn fjölda aldraðra á næstu áratugum.

Ráðstefnunni lauk kl.15.

Kl.15:30 stýrði ég fundi stjórnar flokkahóps miðjumanna í Norðurlandaráði.

Kl.16:30-18:30 stýrði ég fundi flokkahóps miðjumanna í Norðurlandaráði.

Kl.19:30 var kvöldverðarhóf í boðu norsku sendinefndarinnar í Norðurlandaráði.

Í dag á Húni afmæli.

Mánudagur 23. janúar

Kl.12:40 var flug til Óslóar, en þar held ég erindi og stýri fundi velferðarnefndar Norðurlandaráðs.

Mjög gott útsýni var yfir Vatnajökul á leiðinni.

Tókum við fluglestina frá Gardemoen til Óslóar.

Sunnudagur 22. janúar

Um miðjan daginn nýttist tíminn í göngutúr.

Um kvöldið komu Húni, Elín Björk, Hákon og mamma í ofnbakað læri til mín.

Laugardagur 21. janúar

Dagurinn fór í að vinna í gögnum.

Skrapp líka í bæjarferð í ýmsar reddingar.

Seinni partinn var tekið upp fréttaviðtal við mig um mál sem ég hef flutt um rannsóknarheimildir lögreglu, sem spilað var í sexfréttum rúv-útvarps.

Hér er linkur á frétt um pistil Eyglóar Harðardóttur vegna atkvæðagreiðslunnar í gær.