Dagbók Sivjar Friðleifsdóttur

Vikan 7.-13. janúar 2012

Föstudagur 13. janúar

Kl.12:15 hófst fundur í Rótaýklúbbi Seltjarnarness þar sem Hermann Sause, sendiherra Þýskalands, fjallaði um tengsl Íslands og Þýskalands og nýafstaðna bókamessu.

Kl.15 var vöfflukaffi á flokksskrifstofunni.

Fimmtudagur 12. janúar

Vann á skrifstofunni.

Um kvöldið komu mamma og Hákon í mat.

Miðvikudagur 11. janúar

Vann að mestu á skrifstofunni.

Skrapp í sund.

Um kvöldið hittumst við Ragnheiður Einarsdóttir, Heiður Björnsdóttir, Sigríður Björnsdóttir, Mary, Helena Önnudóttir og Inga Reynisdóttir.

Mery og Helena búa í Ástralíu og því tilvalið fyrir bekkjasysturnar úr MR að hittast þegar þær voru hér í jólafríi.

Þriðjudagur 10. janúar

Kl.9 hittum við Jónína Rós Guðmundsdóttir, alþingismaður, tvo sænska þingmenn. þau Solveig Zander og Kenneth Johansson, sem eru hér að kynna sér heilbrigðis- og félagsmál.

Um kvöldið kom Hákon í mat.

Mánudagur 9. janúar

Dagurinn fór að mestu í að vinna í gögnum á skrifstofunni.

Sunnudagur 8. janúar

Skrapp í sund til að liðka mig.

Um kvöldið fór ég í Borgarleikhúsið.

Laugardagur 7. janúar

Kl.11 var morgunkaffi farmsóknarmanna á Digranesvegi 12 í Kópavogi.

Fór líka í laugardagsspjall framsóknarmanna á flokksskrifstofuna á Hverfisgötunni, en þar var Sigríður Klingenberg að spá í málin á sinn einstæða hátt.

Skrapp síðan í kaffi í Kringlunni með Ingunni systur.