Dagbók Sivjar Friðleifsdóttur

Vikan 31. des.2011-6. janúar 2012

Föstudagur 6. janúar

Keyrði Hákon í skólann um morguninn.

Fyrir hádegi fór ég í útvarpsviðtal á Bylgjunni, sem var spilað í hádegisfréttum, um að rétt væri að gera gamla Hegningarhúsið á Skólavörðustígnum að safni um dóms- og fangelsismál.

Skrapp stutt á fund í Rótarýklúbbi Seltjarnarness í hádeginu.

Kl.13 var útför Óskars Maríussonar gerð frá Seljakirkju.

Í dag var send út þessi fréttatilkynning vegna góðrar úthlutunar til íslenskra verkefna úr Norræna menningarsjóðnum.

Kl.18:30 var brenna og flugeldasýning á Ægisíðunni.

Um kvöldið var skemmtilegt matarboð hjá Húna og Elínu Björku þar sem við m. a. spiluðum Alias.

Fimmtudagur 5. janúar

Í dag fórum við mamma á útsölur að skoða litla ísskápa.

Fundum einn sem hentaði.

Miðvikudagur 4. janúar

Vann á skrifstofunni hluta dagsins.

Um kvöldið kom Hákon i mat.

Þriðjudagur 3. janúar

Dagurinn fór að mestu í vinnu á skrifstofunni.

Mánudagur 2. janúar

Kl.7:20 var fyrsta vinnuverkefnið á þessu ári, en þá var ég í beinu útvarpsviðtali á Bylgjunni að ræða um ráðherraskiptin og sjósund.

Kl.17 nýttist tíminn í sjósundi, en í dag var hitastig sjávar mínus 1 gráða.

Kl.19:30 komu Hákon og mamma í kjúklingapottrétt.

Sunnudagur 1. janúar

Kl.10:30 mætti ég í nýárssjósundið í Nauthólsvíkinni.

Hér er frétt af mbl.is um sundið.

Var ég fyrst útí enda óvenju snemma á ferðinni að þessu sinni.

Hitastig sjávar var mínus 1 gráða og allir skemmtu sér vel í sjónum.

Í heitapottinum tók Stöð 2 sjónvarpsviðtal við mig um áramótaskaupið og það atriði sem sneri að mér í því.

Kvöldið nýttist í að horfa á góðar bíómyndir í sjónvarpinu.

Laugardagur 31. desember

Dagurinn fór í að undirbúa gamlársdagskvöldið og fylgjast með áramótaannálum í sjónvarpinu.

Skaupið í sjónvarpinu var frekar vellukkað.