Dagbók Sivjar Friðleifsdóttur

Vikan 24.-30. desember 2011

Föstudagur 30. desember

Kl.12:15 var fundur í Rótarýklúbbi Seltjarnarness.

Fimmtudagur 29. desember

Skrapp með mömmu í Smáralind seinni part dags.

Miðvikudagur 28. desember

Kl.12 fórum við Heiður í sjósund til að taka blóðþrýstingsmælingu í köldum sjó, en hitastig sjávar var mínus 0,7 gráður í dag og íshröngl á yfirborðinu sem risti okkur til blóðs.

Í ágúst tókum við sambærilega mælingu í "heitum" sjó.

Blóðþrýstingur hækkar meðan á sjósundinu stendur, en það kom okkur á óvart að ekki var sérstakur munur á mælingu í "heitum" sjó og köldum.

Þriðjudagur 27. desember

Kl.17 fór ég í 75 ára afmæli Bryndísar Jónsdóttur, en hún starfaði lengi á Alþingi.

Mánudagur 26. desember

Kl.16 var jólaboð hjá mömmu þar sem við systkinin og fjölskyldur okkar komum saman.

Sunnudagur 25. desember

Dagurinn fór í að lesa bækur og annað jólastúss.

Laugardagur 24. desember

Kæru vinir og vandamenn.

Ykkur sendi ég mínar bestu jólakveðjur með ósk um að allir fái notið gleðilegrar jólahátíðar.

Í stað þess að senda jólakort nýti ég heimasíðuna og fésbókina til að koma jólakveðjunum til skila að þessu sinni. Gleðileg jól.

Um kvöldið var jólamatur hjá Ingunni systur, hamborgahryggur og hreindýrabollur.