Dagbók Sivjar Friðleifsdóttur

Vikan 17.-23. desember 2011

Föstudagur 23. desember

Kl.12:15 var fundur í Rótarýklúbbi Seltjarnarness þar sem við fengum kjúklingasalat í stað skötunnar.

Mæting var með slappara móti að þessu sinni og giskuðum við á að sumir hefði ekki mætt af ótta við að það væri skata í matinn, aðrir sleppt fundi til að komast í skötu annarsstaðar og einhverjir kannski uppteknir við að redda málum korter í jólin.

Seinni partinn lá leiðin í jólasund.

Fimmtudagur 22. desember

Kl.22 lá leiðin í Hörpuna á jólatónleika Muginson.

Miðvikudagur 21. desember

Dagurinn fór í tiltektir og annað jólastúss.

Þriðjudagur 20. desember

Nýtti daginn í að kaupa jólagjafir og pakka þeim inn.

Um kvöldið komu Hákon, mamma og Árni bróðir í lambalærið.

Mánudagur 19. desember

Kl.13 aðstoðaði ég Samband ungra framsóknarmanna(SUF) í jólamatarúthlutun Mæðrastyrksnefndar á Fiskislóð.

Röðuðum við mat og drykk í fjóra plastpoka pr. fjölskyldu.

Seinni partinn fór ég með Hákon í tanntékk hjá Ingunni systur.

Kl.17 nýttist tíminn í sjósundi með Heiði og Ingrid.

Kl.18:30 var árlegt jólaboð Siggu frænku og Golla þar sem fjölskyldan hittist og borðið góðan mat saman.

Sunnudagur 18. desember

Dagurinn fór í tiltektir og annað stúss.

Seinni partinn fór ég í sund.

Laugardagur 17. desember

Kl.10 lá leiðin á dekkjaverkstæði því í nótt sprakk á framdekki rétt vestan við Hvalfjarðargöngin.

Kl.10:30 hófust atkvæðagreiðslur á Alþingi.

Kl.14 hófst hátíðardagskrá á flokksskrifstofunni í tilefni 95 ára afmælis Framsóknarflokksins sem var í gær.

Kl.16:00-17:30 voru síðustu atkvæðagreiðslurnar fyrir jólahlé á Alþingi.