Dagbók Sivjar Friðleifsdóttur

Vikan 10.-16. desember 2011

Föstudagur 16. desember

Kl.10:30 hófst þingfundur á Alþingi.

Kl.12:15 var jólafundur Rótarýklúbbs Seltjarnarness.

Seinni partinn lá leiðin á Krókinn í jólahlaðborð framsóknarmanna í Skagafirði.

Ók suður um nóttina.

Á leiðinni sprakk á bílnum rétt vestan við Hvalfjarðargöngin í hörkufrosti.

Fimmtudagur 15. desember

Kl.10:30 hófst þingfundur.

Kl.13:30 var þingflokksfundur framsóknarmanna.

Kl.14 hófust atkvæðagreiðslur um m. a. neftóbaksgjald.

Um kvöldið fór ég á tónleika.

Miðvikudagur 14. desember

Kl.10:30 átti að hefjast þingfundur, en upphaf hans frestaðist nokkuð vegna frétta af því að icesavemálið fer fyrir EFTA dómstólinn.

Í hádeginu skrapp ég í bæinn með mömmu og Hákoni.

Kl.13:30 var þingflokksfundur.

Kl.15 hófst þingfundur aftur á Alþingi.

Kl.18 komu Heiður, Hróðný og Anna Hrönn til mín í vinkonuboð.

Þriðjudagur 13. desember

Kl.9:30 hófst fundur í allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis.

Kl.12 bauð forseti Alþingis til árlegrar hangikjötsveislu á Hótel Borg.

Kl.13:30 hófst fundur á Alþingi.

Í dag var fallegt veður.

Kl.20 hófst jólafundur Kvenfélags Seltjarnarness, þar sem m. a. Vilborg Dagbjartsdóttir, rithöfundur, las úr nýrri sjálfsævisögu sinni.

Erna Kolbeins las upp eitt eftirlætisljóða sinna úr -Síðdegi-, ljóðabók Vilborgar og hljóðar það svo:

Viðhorf

Þú segir: Á hverjum degi

styttist tíminn

sem við eigum eftir.

Skref fyrir skref

færumst við nær

dauðanum.

 

-en ég þræði dagana

eins og skínandi perlur

upp á óslitinn

silfurþráðinn.

 

Á hverju kvöldi

hvísla ég glöð

út í myrkrið:

Enn hefur líf mitt

lengst um heilan dag.

Eftir upplesturinn spilaði tónelsk fjölskylda af Seltjarnarnesi jólalög fyrir okkur á fiðlur og kontrabassa, þau Örn Sigurðsson, Vilborg María Arnardóttir Kuzminova, Agni Freyr Arnarson Kuzminova, Vera Arnardóttir Kuzminova og Jelna Kuzminova.

Mánudagur 12. desember

Kl.12 var fundur þingflokks framsóknarmanna með sveitastjórnarráði flokksins á Alþingi.

Kl.15 hófst fundur í allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis.

Kl.18 var athöfn í Háskóla Reykjavíkur þar sem glerlistaverk var afhjúpað til minningar um Kristbjörgu Marteinsdóttur, en hún lést úr brjóstakrabbameini.

Verkið er eftir Höllu Haraldsdóttur, móðursystur Kristbjargar.

Kristbjörg stundaði nám í lýðheilsufærðum í HR þegar hún lést.

Afi Kristbjargar og amma mín voru systkini.

Sunnudagur 11. desember

Kl.14 var hin árlega jólamarsipankeppni fjölskyldunnar haldin hjá Ingunni systur í Hafnarfirði.

Eftir harða keppni bar Leifur bróðir sigur úr býtum með marspipanmola sem líktist norskri krónu.

Húni var í öðru sæti(fyrsta sætir fyrir frumleika) með marsipanmola sem líktist rjúpum að kroppa í lyng.

Þrátt fyrir að hafa lagt mig fram um að gera marsipanmola sem líktust formönnum stjórnmálaflokkanna átti ég ekki sjéns í að vinna að þessu sinni.

Mamma var dómarinn að venju.

Laugardagur 10. desember

Dagurinn fór í tiltekir.

Um kvöldið kom Hákon í mat.