Dagbók Sivjar Friðleifsdóttur

Vikan 3.-9. desember 2011

Föstudagur 9. desember

Kl.12:15 stýrði ég fundi í Rótarýklúbbi Seltjarnarness í Albertsbúð í Gróttu.

Um kvöldið var skemmtidagskrá hjá Mið Íslandi í Þjóðleikhúskjallaranum.

Fimmtudagur 8. desember

Kl.10:30 hófst fundur á Alþingi.

Kl.12 borðaði ég með vini mínum Stein, en hann hefur unnið fyrir Norðurlandaráð í mörg ár.

Eftir matinn sýndi ég honum Hörpuna, tónlistar- og ráðstefnuhús.

Kl.16 var atkvæðagreiðsla á Alþingi.

Hér er fyrirspurn um fangelsismál sem ég lagði fram á Alþingi í dag.

Um kvöldið komu Hákon og Húni í mat.

Miðvikudagur 7. desember

Kl.7:30 mættum við Ragnheiður Elín Árnadóttir, alþingismaður, á Rás 2 til að ræða um fjárlagafrumvarpið.

Fór síðan í morgunkaffi á stofuna til pabba.

Kl.12 var fundur í Íslandsdeild Norðurlandaráðs.

Kl.13 var þingflokksfundur framsóknarmanna.

Kl.15 hófst þingfundur og stuttu seinna lokaatkvæðagreiðsla um fjárlögin 2012.

Atkvæðagreiðslan stóð til að verða kl.19.

Um kvöldið fóru þingflokkarnir í jólamat.

Þriðjudagur 6. desember

Kl.9 er fundur í allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis.

Kl.11 hófst fundur á Alþingi á umræðum um störf þingsins.

Kl.13:30 hitti ég fulltrúa Félags um foreldrajafnrétti.

Kl.16 var tóku Auddi og Sveppi upp viðtal við mig sem heitir Hitaklefinn og var útvarpað á FM957 stuttu síðar.

Mánudagur 5. desember

Kl.13 var þingflokksfundur framsóknarmanna á Alþingi.

Kl.15 hófst þingfundur.

Tók ég þátt í sérstökum umræðum um stöðu framhaldsskólanna og bar fram fyrirspurn til Katrínar Jakobsdóttur, menntamálaráðherra, um stöðu Náttúruminjasafns Íslands. 

Í dag kom svar við fyrirspurn minni um sölu áfengis.

Kl.17 var sjósund.

Í dag var hitastig sjávar 0,7 gráður, lofthiti mínus 7 gráður og loftkæling mínus 22 gráður.

Um kvöldið bauð Heiður mér í kjötsúpu.

Þar hitti ég m. a. fallegu sonardóttur hennar, Bergrúnu Kjartansdóttur, sem fæddist í sumar.

Sunnudagur 4. desember

Um miðjan daginn fór ég í IKEA ásamt mömmu.

Um kvöldið málaði ég forstofuna.

Laugardagur 3. desember

Kl.11 var morgunkaffifundur framsóknarmanna í Kópavogi.

Kl.16 skar fjölskyldan út laufabrauð að venju fyrir jólin.