Dagbók Sivjar Friðleifsdóttur

Vikan 26. nóv.-2. des. 2011

Föstudagur 2. desember

Kl.12 hittist Rótarýklúbbur Seltjarnarness í Hörpunni.

Stýrði ég fundi í fjarveru Hjartar, forseta klúbbsins.

Þegar búið var að borða fórum við í skoðunarferð um húsið.

Kl.13:30 hófst sérstök umræða um stöðu íslenskrar tungu að frumkvæði Marðar Árnasonar, alþingismanns.

Við Gunnar Bragi Sveinsson tókum þátt í umræðunni fyrir hönd framsóknarmanna.

Kl.18 borðuðum við Hákon, Húni, Elín Björk og mamma saman.

Kl.21 lá leiðin á stórgóða jólatónleika Baggalúts í Háskólabíói, en Kjartan sonur Heiðar og Konna spilaði þar á trompet.

Fimmtudagur 1. desember

Dagurinn fór í tiltektir heima og að grunna veggi.

Um kvöldið var boð forseta Íslands á Bessastöðum í tilefni dagsins.

Miðvikudagur 30. nóvember

Kl.12 heimsótti þingflokkur framsóknarmanna Kauphöllina.

Kl.13:30 var þingflokksfundur framsóknarmanna á Alþingi.

Kl.15 hófst þingfundur.

Í dag voru greidd atkvæði eftir 2. umræðu fjárlaga 2012.

Atkvæðagreiðslan stóð til rúmlega 18:30.

Um kvöldið var jólafundur Freyju, félags framsóknarkvenna í Kópavogi.

Þriðjudagur 29. nóvember

Kl.9-12 var seinni hluti stjórnarfundar Norræna menningarsjóðsins. 

Um kvöldið var flug heim.

Mánudagur 28. nóvember

Kl.11:00-16:30 var fyrri hluti stjórnarfundar Norræna menningarsjóðsins.

Sunnudagur 27. nóvember

Um miðjan daginn var flug til Köben.

Laugardagur 26. nóvember

Um morguninn ók ég upp í Borgarnes á miðstjórnarfund flokksins.

Kl.13 hélt Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, yfirlitsræðu sína.

Síðan voru almennar umræður.

Undir þeim lið sagði Kristbjörg Þórisdóttir, formaður Landssambands framsóknarkvenna(LFK), af sér formennskunni með ræðu þar sem hún útskýrði hvað lægi á bakvið þá ákvörðun sína.

Kristbjörg hefur verið afar dugleg og heil í störfum sínum innan Framsóknarflokksins um árabil.

Það er mikil eftirsjá af henni úr flokksstarfinu.

Ég óska henni velfarnaðar í öllu því sem hún mun taka sér á hendur.

Um kvöldið kom Hákon í mat.