Dagbók Sivjar Friðleifsdóttur

Vikan 19.-25. nóvember 2011

Föstudagur 25. nóvember

Kl.11:15 hófst fundur Eystrasaltsráðsins í eistneska þinghúsinu.

Eftir hádegi hélt ég ræðu fyrir hönd velferðarnefndar Norðurlandaráðs um samvinnu Eystrasaltsríkanna og Norðurlandanna i heilbrigðismálum.

Um kvöldið var flug heim i gegnum Köben.

Fimmtudagur 24. nóvember

Kl.9:40 var flug til Tallin.

Þar hófst síðan ráðstefna í tilefni 20 ára afmælis Eystrasaltsráðsins.

Um kvöldið var hátíðardagskrá þar sem bókmennta-, vísinda- og frumkvöðlaverðlaun Eystrasaltsráðsins voru veitt.

Miðvikudagur 23. nóvember

Kl.14:15 var flug til Köben, en á morgun liggur leiðin til Tallin, á fund Baltneska ráðsins, sem ég sæki fyrir hönd Norðurlandaráðs.

Þriðjudagur 22. nóvember

Kl.9 hófst fundur í allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis.

Kl.15 heimsóttum við Höskuldur Þórhallsson, alþingismaður, Mæðrastyrksnefnd í Hátúni og kynntum okkur þá góðu og mikilvægu starfsemi sem þar fer fram.

Um kvöldið kom Hákon í mat.

Mánudagur 21. nóvember

Kl.13:15 var þingflokksfundur framsóknarmanna á Alþingi.

Hér eru tjaldbúðirnar framan við Alþingi.

Var á skrifstofunni að vinna í gögnum vegna nefndardaga.

Um kvöldið komu Hákon og mamma í mat.

Sunnudagur 20. nóvember

Í hádeginu kom Hákon í mat.

Laugardagur 19. nóvember

Kl.11:30 sótti ég morgunkaffifund framsóknarmanna í Reykjanesbæ ásamt þeim Sigurði Inga Jóhannssyni og Höskuldi Þórhallssyni, alþingismönnum.

Um kvöldið var glæsilegt matarboð hjá Önnu og Geira.