Dagbók Sivjar Friðleifsdóttur

Vikan 12.-18. nóvember 2011

Föstudagur 18. nóvember

Um miðjan daginn lá leiðin suður.

Um kvöldið var úrslitakeppnin í -Fyndnasti maður Íslands- á Spot.

Fimmtudagur 17. nóvember

Kl.10 hófst fundur á Alþingi á atkvæðagreiðslum um fjáraukann.

Fáir úr stjórnarandstöðunni mættu.

Kl.12 var rótarýfundur á Hótel Sögu.

Eftir hádegi lá leiðin norður í Fjallabyggð þar sem við Birkir Jón Jónsson, alþingismaður, vorum viðstödd kyrrðarstund í Siglufjarðarkirkju vegna banaslyss sem varð á Siglufirði í gær.

Mikil sorg ríkir á Siglufirði vegna slyssins.

Eftir athöfnina lá leiðin á Krókinn til Húna.

Miðvikudagur 16. nóvember

Kl.13 hófst þingflokksfundurþ

Kl.13:30 hófst fundur á Alþingi.

Hér eru tjaldbúðirnar sem eru framan við Alþingi.

Kl.16 var Íslex, norræn orðabók á netinu,  opnuð með viðhöfn í Norræna húsinu.

Þriðjudagur 15. nóvember

Kl.9 hófst fundur allsherjar- og menntamálanefndar.

Kl.11 var fundur með sænskum nemum frá Lundi.

Kl.12 var fundur SÍBS í Iðnó um velferðarmál.

Kl.13:30 hófst fundur á Alþingi.

Kl.14 tók ég þátt í utandagskrárumræðum um málefni innflytjenda og síðar um daginn mælti ég fyrir þremur málum sem ég flyt á Alþingi.

Þau mál sem ég mælti fyrir eru um breytingu á stjórnarskrá(að ráðherrar gegni ekki þingmennsku samhliða ráðherradómi), um rýmri fánatíma og um takmörkun á ræðutíma.

Í dag var dreift á þingi fyrirspurn minni um ósnortin víðerni.

Um kvöldið lá leiðin á bókakynningu í Bókasafni Seltjarnarness.

Mánudagur 14. nóvember

Var á skrifstofunni að vinna í gögnum fram eftir degi.

Á göngunni frá þinghúsinu að skrifstofunni skoðaði ég tjaldbúðir þær sem Reykjavíkurborg hefur heimilað að reisa á Austurvelli.

Að mínu mati er ekki rétt að framlengja leyfi til tjaldbúðanna enn á ný eins og gert hefur verið að mér skilst tvisvar sinnum að undanförnu.

Kl.15 hófst fundur á Alþingi.

Kl.17 var tími til að skella sér í sjósund.

Sunnudagur 13. nóvember

Dagúrinn nýttist í útivist og að svara spurningum vegna fundar SÍBS í Iðnó í vikunni.

Um kvöldið kom Hákon í mat.

Laugardagur 12. nóvember

Dagurinn nýttist í tiltektir.