Dagbók Sivjar Friðleifsdóttur

Vikan 5.-11. nóvember 2011

Föstudagur 11. nóvember

Kl.12:15 var fundur í Rótarýklúbbi Seltjarnarness.

Fimmtudagur 10. nóvember

Kl.10:30 hófst þingfundur.

Hér er fyrirspurn um sölu áfengis sem ég lagði fram á þinginu í dag.

Hér er fyrirspurn um íslenska námsmenn í Svíþjóð og réttindi þeirra og um norræna aðgerðaráætlun um þjónustu fyrir fólk með sjaldgæfa sjúkdóma.

 Var seinnipart dags á skrifstofunni að undirbúa kjördæmisþing kvöldsins.

Kl.18:30 hófst kjördæmisþing framsóknarmanna í Suðvesturkjördæmi en það var haldið íþróttamiðstöðinni á Álftanesi.

Þingið var gott að vanda.

Miðvikudagur 9. nóvember

Kl.9 hófst fundur velferðarnefndar á Heilsuverndarstöðinni við Barónsstíg þar sem við fengum kynningu á nýbyggingu Landsspítalans.

Síðan var fundi framhaldið á nefndarsviði Alþingis til kl.12.

Þá lá leiðin upp í Gimli í HÍ til að fara í viðtal.

Kl.13 var þingflokksfundur framsóknarmanna.

Kl.15 hófst þingfundur, en á honum tók ég til máls um frumvarp til laga um heilbrigðisstarfsmenn.

Framan við Alþingi eru tjaldbúðir.

Þriðjudagur 8. nóvember

Kl.13:30 hófst fundur á Alþingi.

Seinni partur dags nýttist á skrifstofunni við að undirbúa fyrirspurnir til ráðherra vegna ýmissa mála.

Mánudagur 7. nóvember

Kl.9-12 var fundur í velferðarnefnd Alþingis.

Kl.13 var þingflokksfundur framsóknarmanna.

Kl.16 skrapp ég á fund fjárlaganefndar.

Kl.20 var ég gestur á stjórnarfundi hjá Sambandi ungra framsóknarmanna(SUF).

Sunnudagur 6. nóvember

Um kvöldið komu Hákon og mamma í appelsínukjúkling.

Laugardagur 5. nóvember

Kl.11 var morgunkaffi framsóknarmanna í Kópavogi.

Skrapp síðan á handverkssýninguna í Ráðhúsinu með Ingunni systur.