Dagbók Sivjar Friðleifsdóttur

Vikan 29.okt.-4. nóv.2011

Föstudagur 4. nóvember

Kl.13 var útför Ólafs H. Óskarssonar gerð frá Dómkirkjunni.

Ólafur var skólastjóri minn í Valhúsaaskóla og starfaði með mér í Rótarýklúbbi Seltjarnarness.

Að útför lokinni var erfidrykkja í félagsheimili Seltjarnarness.

Kl.15 fór ég í vöfflukaffi á skrifstofu Framsóknarflokksins.

Kl.18 leit ég við í vísindaferð verkfræðinema á sama stað.

Fimmtudagur 3. nóvember

Kl.9 hófst fundur Norðurlandaráðs á umræðum um málefni velferðarnefndar.

Tók ég til máls s.s. mælti fyrir mænuskaðatillögunni, en hún var síðan samþykkt.

Eftir hádegi mælti ég fyrir tillögu valnefndar um skipun fulltrúa Norðurlandaráðs í nefndir og fleira.

Norðurlandaráðsþinginu var slitið eftir ræðu nýja forseta ráðsins, Kimmo Saasi.

Um kvöldið var flug heim.

Miðvikudagur 2. nóvember

Kl.10 hófst þing Norðurlandaráðs.

Kl.12:25 afhentum við Auður Guðjónsdóttir, hjúkrunarfræðingur, undirskriftalista 8500 kvenna vegna mænuskaðatillögunnar sem tekin verður fyrir á þingi Norðurlandaráðs á morgun.

Bertil Haarder, forseti Norðurlandaráðs, tók á móti listanum.

Síðan tók rúv-sjónvarp viðtal við mig um tillöguna.

Kl.16-17 var fyrirspurnatími norrænu samstarfsráðherranna þar sem ég spurði þann sænska og íslenska um hvernig leysa megi vanda íslenskra námsmanna í Svíþjóð sem fá ekki þær bætur úr sænsku almannatryggingunum sem við viljum meina að þeir eigi rétt á samkvæmt norrænum samningum.

Um kvöldið voru verðlaun Norðurlandaráðs veitt.

Gyrðir Elíasson, rithöfundur, hlaut bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs að þessu sinni.

Þriðjudagur 1. nóvember

Kl.8 stýrði ég fundi valnefndar Norðurlandaráðs.

Kl.10-12 stýrði ég fundi velferðarnefndar Norðurlandaráðs.

Kl.12-14 var hádegisverðarboð hjá dönsku drottningunni.

Boðið var skemmtilegt og mjög virðulegt.

Kl.14:30 var þing Norðurlandaráðs sett.

Kl.14:45-17:00 var leiðtogafundur með forsætisráðherrum Norðurlandanna þar sem fjallað var um norræn samfélög í ljósi voðaverkanna í Ósló og Útey í júlí í sumar.

Þar tók ég til máls fyrir hönd flokkahóps miðjumanna.

Kl.19 var móttaka í sendiráði Íslands.

Kl.20-22 var ég gestgjafi í kvöldverðarhófi fokkahóps miðjumanna.

Mánudagur 31. október

Kl.10:00-12:20 stýrði ég stjórnarfundi í flokkahópi miðjumanna í Norðurlandaráði.

Manu Sareen, nýr danskur samstarfsráðherra Norðurlandanna, heimsótti fundinn.

Kl.13:30-15:30 stýrði ég fundi flokkahóps miðjumanna í Norðurlandaráði.

Palle Christiansen, samstarfsráðherra Norðurlandanna á Grænlandi, heimsótti fundinn.

Kl.16 var undirbúningsfundur með embættismönnum vegna fundar valnefndar Norðurlandaráðs.

Kl.17-19 stýrði ég fundi valnefndar Norðurlandaráðs.

Sunnudagur 30. október

Nýtti daginn m. a. í að undirbúa Norðurlandaráðsþingið og fundi tengda því.

Laugardagur 29. október

Í dag lá leiðin til Kaupmannahafnar.