Dagbók Sivjar Friðleifsdóttur

Vikan 8.-14. október 2011

Föstudagur 14. október

Kl.9 hófst umhverfisþing á Hótel Selfossi.

Kl.12:15 hófst fundur í Rótarýklúbbi Seltjarnarness í Albertsbúð í Gróttu.

Um kvöldið lá leiðin til Húna á Sauðárkróki.

Fimmtdagur 13. október

Kl.9-10 var opinn fundur allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis.

Kl.10:30hófst þingfundur.

Kl.13 tók þingflokkurinn á móti fulltrúum framsóknarmanna frá Norðurþingi á Alþingi.

Kl.13:30 kom Henrik Lax í viðtal til mín.

Kl.17 bauð þingflokkur framsóknarmanna fulltrúum flokksins á Fjármálaráðstefnu sveitarfélaganna í móttöku á Hótel Nordica.

Miðvikudagur 12. október

Kl.9-12 var fundur í velferðarnefnd Alþingis.

Kl.13 var þingflokksfundur framsóknarmanna á Alþingi.

Kl.16 skrapp ég til læknis til að láta kíkja á puttana.

Þriðjudagur 11. október

Í morgun tókst mér að brjóta þrjá putta með því að klemma mig á stálhurðinni í bílastæðakjallara Alþingis á leið minni á fund í allsherjar- og menntamálanefnd í forföllum Eyglóar Harðardóttur sem er erlendis.

Mun ég vera um 5-6 vikur að gróa.

Brotnu fingurnir eru á hægri hendi og þar sem ég er rétthent er þetta nokkuð bagalegt.

Erfitt er að vinna í tölvunni og senda sms svo eitthvað sé nefnt, en vinstri hendin hlýtur að þjálfast fljótt upp.

Kl.13:45 var ég vitni fyrir héraðsdómi vegna svokallaðst staðsetningarbúnaðarmáls.

Mánudagur 10. október

Kl.9 var tími í klippingu.

Kl.17 tók ég þátt í að úthluta styrkjum frá forvarnarsjóðnum Þú getur! á Alþjóðageðheilbrigðisdeginum í ráðhúsinu.

Sunnudagur 9. október

Um miðjan daginn lá leiðin í göngu og heimsókn í Hafnarfjörðinn.

Um kvöldið kom Hákon í mat.

Laugardagur 8.október

Kl.11 vorum við Eygló Harðardóttir, alþingismaður, gestir á morgunkaffifundi framsóknarmanna í Garðabæ.

Kl.12 vorum síðan gestir á morgunkaffifundi framsóknarmanna í Kópavogi.

Seinni partinn nýttist tíminn m. a. í útivist.