Dagbók Sivjar Friðleifsdóttur

Vikan 1.-7. október 2011

Föstudagur 7. október

Kl.8:30-15:00 var seinni dagur ráðstefnunnar um menningu og heilsu.

Seinni partinn tók ég lestina frá Malmö til Kaupmannahafnar.

Kl.19:45 var flug heim. 

Fimmtudagur 6. október

Kl.9:30 hófst norræn ráðstefna um menningu og heilsu í Malmö.

400 manns sóttu ráðstefnuna.

Fyrst talaði sænski menningar- og íþróttamálaráðherrann, Lena Adelsohn Liljeroth.

Síðan hélt ég erindi sem formaður velferðarnefndar Norðurlandaráðs, en nefndin hefur unnið að því að koma verkefni af stað um að nýta menningu í bæði meðhöndlun sjúkra og til forvarna.

Nú þegar er nokkur reynsla komin á hvernig dans, málverk, bókmenntir, leiklist, söngur og fleira getur haft mjög jákvæð áhrif á sjúka.

Á ráðstefnunni tókum við Lena Adelsohn Liljeroth, ráðherra og Cristina Husmark Perhsson, þingmaður í sænska þinginu og í Norðurlandaráði,  á móti áskorun um að tryggt yrði að haldið yrði áfram með verkefnið á norrænum vettvangi.

Fyrri degi ráðstefnunnar lauk kl.17:00

Kl.18:30 ók rúta með ráðstefnugesti í skrifstofur region Skåne.

Þaðan fórum við í hátíðarkvöldverð og kom það í minn hlut að halda þakkarræðu til gestgjafanna.

Miðvikudagur 5. október

Kl.9-10 var fyrsti fundur nýrrar velferðarnefndar.

Ræddum við svör velferðarráðherra til ESA vegna Íbúðalánasjóðs.

Kl.13 var flug til Kaupmannahafnar en þaðan tók ég lestina til Malmö.

Í dag sá ég fréttir af málum sem ég er fyrsti flutningsmaður að s.s. þetta um að skipuleggja fyrirfram ræðutíma á Alþingi .

Hingað til hef ég flutt þetta ein í tvígang, en nú sjá fleiri ljósið og eru flutningsmenn málsins alls 15 úr öllum flokkum nema Sjálfstæðisflokknum.

Einnig var frétt af máli mín um að ráðherrar sitji ekki samhliða ráðherradómi á þingi, en það mál er ég að flytja nú, sem fyrsti flutningsmaður, í sjöunda sinn.

Hér er frétt af dv.is um tóbaksmálið svokallaða.

frétt á eyjunni.is af niðurstöðu skipan þingflokksins í nefndir Alþingis en neðst í fréttinni er yfirlýsing frá stjórn þingflokksins.

Þriðjudagur 4. október

Kl.10:30 hófst fjárlagaumræðan á Alþingi.

Um kl.13 var þingflokksfundur framsóknarmanna á Alþingi.

Seinni partinn kom Hákon í mat.

Um kvöldið nýttist tíminn m. a. í að trimma.

Í dag var dreift á Alþingi nokkrum málum sem ég er fyrsti flutningsmaður að.

Þau eru:

1. Aðgerðaráætlun um tóbaksvarnir.

2. Reglubundnar heimsóknir til eldri borgara í forvarnarskyni.

3. Norræna hollustumerkið Skráargatið.

4. Breytt stjórnarskrá(þingseta ráðherra).

5. Hitaeiningamerkingar á skyndibita.

6. Rýmri fánatími.

7. Forvirkar rannsóknarheimildir lögreglu.

8. Þingsköp Alþingis(umræðutími mála).

flennifrétt á dv.is af máli, um hitaeiningamerkingar á skyndibita(mál nr. 5 hér ofar), sem ég er fyrsti flutningsmaður að eins og sjá má neðarlega í fréttinni.

Verða að viðurkenna að það er oft skondið hvernig mál eru "matreidd" í fjölmiðlum.

Mánudagur 3. október

Dagurinn fór vinnutengd mál.

Kl.17 var sjósund.

Kl.18 skrapp ég í móttöku þýska sendiráðsins í Þjóðmenningarhúsinu.

Kl.20:00-22:15 var stefnuræða forsætisráðherra og umræða um hana á Alþingi.

Mótmæli voru nokkur en minni en í fyrra.

Sunnudagur 2. október

Kl.13 komu Húni, Elín Björk, Hákon, Ingunn og Simmi í mat.

Laugardagur 1. október

Kl.10:10 var mæting í Alþingi.

Fjöldi manns mætti á Austurvöll til að mótmæla við þingsetninguna.

Kl.10:30 var gengið yfir í Dómirkjuna til messu.

Síðan tilbaka og til þingsalar þar sem Alþingi var sett.

Loks var hlutast til um sæti.

Dró ég sæti 16 og situr því mér á vinstri hönd Ragnheiður Ríkharðsdóttir, en Ásmundur Einar Daðason á þá hægri.

Ekki fluttist ég langt því á síðasta þingi hlaut ég sæti 14.