Dagbók Sivjar Friðleifsdóttur

Vikan 24.-30. sept. 2011

Föstudagur 30. september

Kl.11 var móttaka í Alþingishúsinu í tilefni útgáfu tveggja bóka.

Kl.12:15 hófst fundur í Rótarýklúbbi Seltjarnarness.

Kl.13-16 var Tóbaksvarnarþing haldið í húsnæði Læknafélags Íslands, en ég hélt erindi um þingsályktun um aðgerðaráætlun um tóbaksvarnir á þinginu.

Kl.19 hitti ég Geir Flage og Tom, sem eru yfirmenn í norska hernum og voru hér á Natóæfingunni Norðurvíkingur.

Sýndi ég þeim Alþingi.

Síðan skoðuðum við Hörpu og borðuðum á Kexhostel.

Fimmtudagur 29. september

Kl.16:30 sýndi ég fimm Áströlum Alþingi, en þeir eru hér á vegum Rótarýhreyfingarinnar.

Kl.17:30 sótt ég fund þingflokks framsóknarmanna þar sem við gengum frá því að skipa í nefndir þingsins.

Kl.20 fór ég í leikhús og sá skemmtilegt verk, Fólkið í kjallaranum.

Miðvikudagur 28. september

Dagurinn fór í lestur gagna og frágang mála fyrir þingið sem hefst á laugardaginn næsta.

Um kvöldið kom Hákon í mat og ég fór í góðan göngutúr.

Þriðjudagur 27. september

Ók suður um morguninn.

Kl.13:30-17:00 var fundur í forsætisnefnd Alþingis.

Mánudagur 26. september

Um miðjan daginn ókum við Húni um Skagafjörðinn.

Seinni partinn lá leiðin á Siglufjörð, en kl.20 hófst félagsfundur hjá Framsóknarflokknum í Fjallabyggð, þar sem kynntur var nýr málefnasamningur og greidd atkvæði um hann.

Málefnasamningurinn var samþykktur.

Sunnudagur 25. september

Kl.13 var dóttir Kjartans Hákonarsonar og Ragnheiðar Sigurðardóttur skírð í Dómkirkjunni.

Var hún skírð afar fallegu nafni, Bergrún Agnes, í höfuðið á báðum ömmum sínum.

Sinni partinn lá leiðin á Sauðárkrók þar sem ég hitti Húnboga.

Laugardagur 24. september

Kl.9:15 var flug á Egilsstaði en þar var fundur Landstjórnar og þingflokks framsóknarmanna.

Eftir hádegi heimsóttum við álverksmiðju Alcoa á Reyðarfirði, Reyðarál.

Í álverinu vinna um 500 manns, en nokkur hundruð í viðbót í afleiddum störfum.

Kl.18:10 var flug til Reykajvíkur.