Dagbók Sivjar Friðleifsdóttur

Vikan 17.-23. sept. 2011

Föstudagur 23. september

Kl.12:15 var fundur í Rótarýklúbbi Seltjarnarness.

Þaðan fór ég á sjávarútvegssýninguna í Fífunni.

Kl.15 var vöfflukaffi hjá Kidda á flokksskrifstofunni á Hverfisgötunni.

Allir eru velkomnir í rjómavöfflurnar hans alla föstudaga kl.15.

Kl.17 opnaði Fiann Paul, ljósmyndari, ljósmyndasýningu sína á húsveggnum á Tryggvagötu 10.

Sýningin er liður í brjóstagjafavikunni sem nú var að hefjast.

Fimmtudagur 22.september

Kl.12:15 var rótarýfundur á Hótel Sögu.

Eftir hádegi nýttist tíminn í myndbandsupptökur fyrir vef Framsóknarflokksins og önnur störf á flokksskrifstofunni.

Miðvikudagur 21. september

Kl.8 stýrði ég fundi valnefndar Norðurlandaráðs.

Ekki var unnt að ganga frá endanlegri tillögu um skiptingu í nefndir m. a. vegna þess að dönsku þingkosningarnar eru nýafstaðnar og ekki búið að skipa nýja danska þingmenn í Norðurlandaráð.

Einnig er beðið eftir að finnska deildin komi með tillögu að nýjum forseta og varaforseta Norðurlandaráðs fyrir næsta ár. 

Kl.9-11 stýrði ég fundi velferðarnefndar Norðurlandaráðs.

Kl.11-12 hitti Knut Storberget, dómsmálaráðherra Noregs, nefndir Norðurlandaráðs og kynnti hvernig Norðmenn vinna úr hörmungaratburðunum sem urðu í Ósló Utöya þann 22. júlí s. l.  

Í hádeginu skrapp ég að skoða skemmdirnar á stjórnarráðsbyggingunum sem voru sprengdar þann 22. júlí.

Kl.13:00-14:30 stýrði ég síðan seinni hluta fundar velferðarnefndar Norðurlandaráðs.

Var komin heim til Íslands seint um kvöldið.

Þriðjudagur 20. september

Kl.10-12 stýrði ég fundi stjórnar flokkahóps miðjumanna í Norðurlandaráði.

Kl.13-16 stýrði ég fundi flokkahóps miðjumanna í Norðurlandaráði.

Á fundinum var ég kjörin formaður flokkahópsins, en alls eiga 21 miðjuflokkar aðild að flokkahópnum.

Í flokkahópi miðjumanna í Norðurlandaráði eru þingmenn Norðurlandanna og sjálfstjórnarsvæðanna sem tilheyra frjálslyndum miðjuflokku, grænum og kristilegum demókrataflokkum.

Álfheiður Ingadóttir var einnig í dag kjörin formaður flokkahóps vinstri sósíalista í Norðurlandaráði.

Mánudagur 19. september

Um miðjan daginn funduðum við Beate Christine Wang, ritari velferðarnefndar Norðurlandaráðs, til að undirbúa fund nefndarinnar.

Nefndin er að fjalla um hvernig hægt er að bæta aðstöðu í fátækrahverfum á Norðurlöndunum.

Hér er linkur um starf nefndarinnar vegna þessa fyrr á árinu.

Um kvöldið hitti ég ritara flokkahóps miðjumanna í Norðurlandaráði.

Sunnudagur 18. september

Dagurinn nýttist í Noregi.

Laugardagur 17. september

Dagurinn nýttist í Noregi.