Dagbók Sivjar Friðleifsdóttur

Vikan 10.-16. sept. 2011

Föstudagur 16. september

Kl.7:50 var flug til Noregs.

Fimmtudagur 15. september

Kl.10 var fundur í Íslandsdeild Norðurlandaráðs.

Kl.10:30 hófst þingfundur þar sem m. a. var komið inn á þá ræðu sem ég flutti í gær um stjórnarráðsmálið(frétt mbl.is af því).

Í gær og í dag hef ég fengið mikil viðbrögð, og flest jákvæð, við ræðunni m. a. í sms-um, tölvupóstum og á facebook.

Kl.12 tók ég stutta forsetavakt.

Kl.16:30-18:00 var forsetavakt.

Kl.19 hitti ég lækna sem sinna tóbaksvarnarmálum.

Kl.20-22 vorum við síðan á fundi með Lyfjafræðingafélagi Íslands þar sem við kynntum þingsályktunina sem ég flyt ásamt meðflutningsmönnum um aðgerðaráætlun í tóbaksvörnum.

Miðvikudagur 14. september

Kl.8:30-10:00 var fundur í heilbrigðisnefnd Alþingis.

Kl.10:30 hófst þingfundur.

Kl.13-14 var þingflokksfundur framsóknarmanna á Alþingi.

Kl.15 hófst þingfundur.

Stuttu síðar flutti ég ræðu um stjórnarráðsmálið þar sem ég rakti mín viðhorf og stefnu flokksins í málinu.

Ræðan vakti talsverða athygli.

Umfjöllun um ræðuna á mbl.is.

Hér er umfjöllun um hana á eyjunni; frétt 1 og frétt 2.

Kl.18:00-19:15 var vakt mín á forsetastóli.

Kl.20-22 var opinn fundur með Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, formanni Framsóknarflokksins, í félagsheimili framsóknarmanna í Reykjanesbæ.

Þriðjudagur 13. september

Kl.15:00-16:30 var fyrri vakt mín á forsetastóli.

Kl.21:30-23:00 var seinni vakt mín á forsetastóli.

Laugardagur til mánudags 10.-12. september

Við Hákon nýttum dagana í Bandaríkjunum.