Dagbók Sivjar Friðleifsdóttur

Vikan 3.-9.sept. 2011

Fimmtudagur og föstudagur 8.-9. september

Við Hákon nýttum dagana í Bandaríkjunum.

Miðvikudagur 7. september

Kl.10:30 hófst þingfundur.

Kl.11 tók ég á móti sendinefnd sem Svein Ludvigsen, fylkesmannen í Troms, leiddi.

Sýndi ég þeim þingið og hélt síðan erindi um hvernig uppbygging almannavarna er á Íslandi.

Í Troms er fjall sem þeir óttast að muni skríða fram og valda allt að 45 metra flóðbylgju sem muni skella mögulega á byggð.

Kl.16:35 fórum við Hákon í loftið áleiðis til Minneapolis.

Þriðjudagur 6. september

Kl.10:30 hófst þingfundur.

Kl.17 var móttaka á Bessastöðum í tilefni þess að finnski sendiherrann afhenti trúnaðarbréf sitt.

Mánudagur 5. september

Kl.10:30 hófst þingfundur.

Kl.16 sótti ég fund með forseta króatíska þingsins og sendinefnd hans.

Kl.18 hófst mín vakt á forsetastóli.

Um kvöldið lá leiðin á Suðurlandið.

Sunnudagur 4. september

Dagurinn nýttist í tiltektir og útivist.

Laugardagur 3. september

Kl.11 hófst landsþing Landssambands framsóknarkvenna(LFK) í Grindavík.

Þar var m. a. kosinn nýr formaður LFK, Kristbjörg Þórisdóttir.