Dagbók Sivjar Friðleifsdóttur

Vikan 27. ágúst -2. sept. 2011

Föstudagur 2. september

Kl.8:30 hófst fundur í heilbrigðisnefnd Alþingis.

Kl.10:30 hófst þingfundur.

Kl.12:15 var fundur í Rótarýklúbbi Seltjarnarness haldinn í Lyfjafræðisafninu.

Á fundinum skoðuðum við Nesstofu og nýja Lækningaminjasafnið sem er í byggingu þar hjá.

Um kvöldið komu Húni, Elín Björk og Hákon í mat, en Húni er að fara norður á sunnudaginn til að vera 3 mánuði við vinnu á sjúkrahúsinu á Sauðárkróki.

Fimmtudagur 1. september

Kl.10-16 var þingflokksfundur framsóknarmanna haldinn á Hótel Natura(áður Hótel Loftleiðir).

Í hádeginu fengum við kynningu á endurnýjun húsnæðisins.

Breytingarnar hafa tekist afar vel til og kostuðu um einn milljarð króna.

Eftir þingflokksfundinn fór þingflokkurinn í keilu.

Miðvikudagur 31. ágúst

Kl.8:30 var fundur í umhverfisnefnd Alþingis.

Síðan gafst tími til að fara í Greiðuna.

Kl.17 var tími til að fara í sjósund og var hitastig sjávar 12,6 gráður.

Þriðjudagur 30. ágúst

Kl.8:30 var fundur í heilbrigðisnefnd Alþingis.

Kl.13 hófst þingflokksfundur framsóknarmanna.

Um kvöldið hjálpaði ég Húna og Elínu Björku að þrífa íbúðina sem þau eru að losa á stúdentagörðunum.

Mánudagur 29. ágúst

Kl.8:30-10:30 var fundur í heilbrigðisnefnd Alþingis.

Kl.10:30-12:00 var fundur viðskiptanefndar Alþingis.

Kl.14:30 var tími fyrir Hákon hjá tannlækni.

Kl.17 var sjósund.

Um kvöldið hjálpaði ég Húna og Elínu Björku að hreinsa íbúðina sem þau eru að losa á stúdentagörðunum.

Sunnudagur 28. ágúst

Um miðjan daginn hjálpaði ég Húna og Elínu Björku við að flytja hluta af búslóðinni þeirra.

Laugardagur 27. ágúst

Um miðjan daginn hjálpuðum við Hákon Húna og Elínu Björku við að flytja hluta af búslóðinni þeirra.

Síðan fórum við Hákon í ferðalag til Þingvalla í dásamlegu veðri.

Um kvöldið fórum við mamma á stórskemmtilega styrktartónleika sjóðsins Þú getur! í Hörpunni.

Uppselt var í stærsta salnum, Eldborginni, og mikil stemmning.

Sjóðurinn Þú getur! vinnur gegn fordómum í garð þeirra sem eiga við geðraskanir að stríða og styrkir þá til náms.

Tónleikunum var sjónvarpað beint í Ríkissjónvarpinu og lagði RÚV þannig þungt lóð á vogarskálar fyrir þetta góða málefni.