Dagbók Sivjar Friðleifsdóttur

Vikan 20.-26 ágúst 2011

Föstudagur 26. ágúst

Kl.12:15 var fundur í Rótarýklúbbi Seltjarnarness.

Kl.13 var fundur í heilbrigðsnefnd Alþingis.

Kl.14 tók ég fólk í viðtal í færeyska herberginu á Alþingi.

Kl.18 var útskriftarveisla Kristbjargar Þórisdóttur.

Í dag hringdi fréttamaður Stöðvar 2 og bar undir mig frétt, sem var í vinnslu fyrir kvöldfréttirnar, um mál sem tengist mér.

Bað ég um að ekki yrði fjallað um málið.

Ekki var orðið við þeirri ósk.

Fimmtudagur 25. ágúst

Kl.9-12 var fundur forsætisnefndar Alþingis.

Gestur fundarins var Vala Garðarsdóttir, fornleifafræðingur, en hún hefur stjórnað fornleifauppgreftri við Alþingi.

Miðvikudagur 24. ágúst

Kl.9 var lagði forsætisnefnd Alþingis af stað í Hveragerði.

Þar skoðuðum við listasýningu um Þingvelli.

Síðan hófst vinnufundur forsætisnefndar.

Gestir fundarins voru Ríkisendurskoðandi og Umboðsmaður Alþingis. 

Lauk fundi kl.17:30.

Þriðjudagur 23. ágúst

Dagurinn nýttist m. a. á Vesturlandi með Heiði.

Fyrst stoppuðum við á Erpsstöðum í Miðdölum og fengum okkur karamelluís.

Síðan gengum við um höfnina í Búðardal þar sem við hittum menn sem voru að vinna í kræklingaeldi.

Loks lá leiðin út á Fellsströnd þar sem við borðuðum nesti og gengum um gamalt bæjarstæði.

Kl.18 var þingflokksfundur framsóknarmanna þar sem við ræddum m. a. um brotthvarf Guðmundar Steingrímssonar úr þingflokki okkar.

Mánudagur 22. ágúst

Um morguninn lá leiðin á ársfund Byggðastofnunar

.Í dag kom fram í fjölmiðlum að Guðmundur Steingrímsson, alþingismaður, ætli á morgun að segja sig úr Framsóknarflokknum og líklega stofna nýjan flokk.

Sunnudagur 21. ágúst

Um kvöldið komu Húni, Elín Björk og Hákon í mat.

Laugardagur 20. ágúst

Um morguninn fylgdist ég með Reykjavíkurmaraþoninu.

Kl.12 hitti ég Heiði, Hróðnýju og Önnu Hrönn og rölti með þeim á ýmsa atburði menningarnætur.

Fórum við m. a. í listagallerí og Sálmafoss í Hallgrímskirkju.

Um kvöldið var glæsileg flugeldasýning að venju.