Dagbók Sivjar Friðleifsdóttur

Vikan 13.-19. ágúst 2011

Föstudagur 19. ágúst

Kl.10:30 var fundur í heilbrigðisnefnd Alþingis.

Kl.12:15 var fundur í Rótarýklúbbi Seltjarnarness.

Kl.13 var útför Unnar Stefánsdóttur gerð frá Hallgrímskirkju.

Unni hef ég þekkt og unnið með í langan tíma í flokksstarfi.

Hér er minningargrein mín um Unni sem birtist í Morgunblaðinu í dag.

Kl.15 var útför Rögnu Ólafsdóttur gerð frá Neskirkju.

Við Ragna voru saman í leiðsögumannanámi á sínum tíma.

Fimmtudagur 18. ágúst

Í dag liggur leiðin heim.

Bendi á þessa góðu grein Auðar vegna mænuskaða.

Hef skrifað undir.

Miðvikudagur 17. ágúst

Kl.8:30 hófst fundur í stjórn Norræna menningarsjóðsins.

Seinni part dags heimsóttum við Norrlandsóperuna þar sem við fengum kynningu á óperu- og balletverkefnum.

Síðan fórum við í Våsterbottens museum þar sem við skoðuðum söfn og ljósmyndasýningu Sune Jonsson.

Um kvöldið borðuðum við í Sävargården.

Þriðjudagur 16. ágúst

Kl.8 hófst stjórnarfundur í Norræna menningarsjóðnum.

Seinna um daginn heimsóttum við Skulpturparken, sem er einkarekinn.

Í honum eru mörg glæsileg listaverk.

Síðan nýja Arkitekta- og hönnunarskólann.

Um kvöldið bauð Chris Heister, Landshöfðingi í Västerbotten léni, okkur í kvöldmat.

Mánudagur 15. ágúst

Kl.7:50 er flug til Arlanda í Svíþjóð og þaðan til Umeå, en þar er fundur í stjórn Norræna menningarsjóðsins.

Sunnudagur 14. ágúst

Í dag lá leiðin heim að Hólum í Hjaltadal á Hólahátíð.

Þar flutti Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, stórgóða Hólaræðu.

Kvöldið fór í að pakka í tösku.

Laugardagur 13. ágúst

Kl.12 fórum við Heiður í sjósund og gerðum mælingar á blóðþrýstingi áður en farið er í sjósund, í sjónum upp að upphandlegg, eftir sjósund og eftir nokkra stund í heitapottinum.

Kl.20 hófst glæsilegt fimmtugsafmæli Andrésar Péturssonar, framsóknarmanns í Kópavogi.