Dagbók Sivjar Friðleifsdóttur

Vikan 6.-12.ágúst 2011

Föstudagur 12. ágúst

Kl.13 var fundur í Íslandsdeild Norðurlandaráðs.

Um kvöldið komu Húni og Hákon í mat.

Síðan fór ég í heimsókn til Hildar systur.

Fimmtudagur 11. ágúst

Kl.14 fór ég í viðtal við Medical Journal í Canada vegna tóbaksmálsins sem ég hef lagt fram á Alþingi.

Kl.18 var sameiginlegur fundur Rótarýklúbbs Seltjarnarness og Árbæjar í Árbæjarsafninu.

Miðvikudagur 10. ágúst

Kl.12 fórum við Heiður í sjósund, en hitastig sjávar var um 14 gráður.

Hún synti Fossvogssund, þ. e. úr Nauthólsvíkinni yfir í Kópavog og tilbaka.

Var hún samtals 40 mínútur á leiðinni, sem er glæsilegur tími.

Kl.17 hélt ég lítið boð á sólpallinum í tilefni afmælis míns.

Þriðjudagur 9. ágúst

Kl.13 var útför Óskars Ágústssonar, pabba vinkonu minnar, Unu Maríu Óskarsdóttur, gerð frá Hallgrímskirkju.

Um kvöldið kviknaði í húsinu við hliðina á því sem ég bý í.

Vel tókst að slökkva eldinn og enginn meiddist.

Seinna um kvöldið fór ég í kvöldgöngu með Heiði og Önnu Hrönn um Seltjarnarnesið og Vesturbæinn.

Mánudagur 8. ágúst

Kl.11 fórum við Heiður í sjósund og síðan í snarl á Nauthól.

Sunnudagur 7. ágúst

Í dag var seinni dagurinn sem Hákon að keppti í Íslandsmótinu í haglabyssuskotfimi á svæði Skotíþróttafélags Hafnarfjarðar.

Hann varð í öðru sæti í sínum aldursflokki með 99 skotnar dúfur.

Keppnin var hörð því sá sem vann var með 100 skotnar dúfur.

Laugardagur 6. ágúst

Í dag var Hákon að keppa í Íslandsmótinu í haglabyssuskotfimi á svæði Skotíþróttafélags Hafnarfjarðar.