Dagbók Sivjar Friðleifsdóttur

Vikurnar 23.júlí-5.ágúst 2011

Vikan 29. júlí til 5. ágúst.

Vikuna 29. júlí til 5. ágúst var ég í Almería á Spáni í fríi.

Þar var skemmtilegt strandlíf og sól alla daga.

Nokkuð var um Íslendinga á svæðinu sem léku sér m.a. í sundlaugarblaki.

Matur var góður, bæði fiskur og kjöt.

Veitingastaðir voru margir á svæðinu en oftast borðað á hótelinu.

Á leiðinni heim var talsverð seinkun á flugi, en heim komust allir að lokum eftir gott frí.

Fimmtudagur 28. júlí

Kl.12:30 fór ég í klippingu til Lilju í Greiðunni.

Síðan vann ég gögnum vegna vinnunnar.

Um kvöldið var veisla hjá Hrafni Gunnlaugssyni, kvikmyndagerðarmanni.

Miðvikudagur 27. júlí

Skrapp í morgunkaffi á stofuna til pabba.

Vann svo á skrifstofunni fram eftir degi.

Kl.17 var minningarathöfn í Norræna húsinu þar sem fórnarlamba voðaverkanna í Ósló og í Útey í Noregi var minnst.

Þriðjudagur 26. júlí

Hluti dagsins fór í að vinna í tölvunni.

Um kvöldið klipptum við Hákon niður basilikum og gerðum heimagert pestó.

Mánudagur 25. júlí

Kl.14:30 fór ég í norska sendiráðið að skrifa í minningarbók til að votta samúð vegna fráfalls þeirra sem dóu í voðaverkunum í Noregi s. l. föstudag.

Hér er klipp af vefnum þar sem fram kemur hvenær er opið í norska sendiráðinu vegna þessa:

"Vegna þeirra voveiflegu atburða sem áttu sér stað í Oslo og á Utøya 22. júlí mun liggja frammi minningarbók fyrir alla þá sem votta vilja hluttekningu og samúð sína.
Minningarbókin mun liggja frammi í sendiráði Noregs á Fjólugötu 17 í Reykjavík mánudag 25. júlí frá kl. 14.00 - 16.00 og þriðjudag 26. og miðvikudag 27. júlí frá kl. 10.00 -12.00 og frá kl.

14.00 - 16.00. "

Kl. 17 vorum við Helgi Hjörvar, alþingismaður, hjá Lindu Blöndal í Rúv-útvarpi að ræða um þennan hræðilega atburð.

Við Helgi höfum bæði verið virk í norrænu samstarfi, þ .á. m. stjórnmálasamstarfi.

Um kvöldið skruppum við mamma að sjá fallegt sólarlag

Sunnudagur 24. júlí

Vann í húsinu um miðjan daginn.

Síðan lá leiðin suður.

Laugardagur 23. júlí

Nýtti daginn í að trimma og vinna í húsinu.

Kíkti líka niður á bryggju þegar keppendur á sjóstangaveiðimótinu komu með aflann að landi og skrapp á bryggjuna við Síldarminjasafnið þar sem síldarsöltun var sýnd.

Fygldist nokkuð með norska ríkissjónvarpinu fjalla um voðaverkin hræðilegu sem framin voru í miðbæ Óslóar og Útey í gær.

Hef verið í sambandi við fjölskylduna í Noregi, vini og stjórnmálamenn.

Allir eru miður sín vegna atburðanna.