Dagbók Sivjar Friðleifsdóttur

Vikan 16.-22. júlí 2011

Föstudagur 22. júlí

Um miðjan daginn lá leiðin norður.

Fylgdist með fréttaflutningi frá Noregi af hræðilegum voðaverkum frá miðbæ Ósló og Útey þar sem fjöldi manns féll, aðallega ungt fólk.

Þessi atburður fyllir mann djúpri sorg.

Fimmtudagur 21. júlí

Nýtti daginn í tiltektir, matargerð fyrir Hákon og að vinna í tölvunni.

Miðvikudagur 20. júlí

Í dag var Íslandsmótið í sjósundi haldið í Nauthólsvíkinni.

Húni og Elín Björk stóðu læknavaktina á mótinu.

Mótið tókst vel, en hitastig sjávar var 13 gráður.

Þriðjudagur 19. júlí

Nýtti daginn m. a. í að vinna í tölvunni.

Um kvöldið skrapp ég í heimsókn til Leifs bróður.

Mánudagur 18. júlí

Dagurinn fór í útréttingar og heimilisstörf.

Sunnudagur 17. júlí

Kl.10 fór ég í sjónvarpsviðtal á bryggjunni í Húsavík vegna strandmenningarhátíðarinnar Sail Húsavík.

Síðan lá leiðin suður.

Á leiðinni tók ég franska puttalinginn Hugo uppí, en hann var að vinna í Vallarnesi í skólafríinu sínu.

Laugardagur 16. júlí

Ók á Hofsós til að taka þátt í sumarhátíð Félags ungra framsóknarmanna í Skagafirði.

Þaðan lá leiðin á Húsavík til að vera viðstödd opnunarhátíð Sail Húsavík.

Sail Húsavík er strandmenningarhátíð sem m.a. Norræni menningarsjóðurinn styrkir.

Opnunarhátíðin fór fram í norsku farþegaskipi sem var áður hluti af flota Hurtigrutens í Noregi.

Hér er frétt af dreifaranum vegna umfjöllunar um stúdíóið sem við Guðný settum upp fyrir Al Jazeera í Syðri-Knarrartungu s.l. mánudag.