Dagbók Sivjar Friðleifsdóttur

Vikan 2.-8.júlí 2011

Föstudagur 8. júlí

Kl.12:15 var rótarýfundur í Rótarýklúbbi Seltjarnarness.

Kl.14:40 fór ég í sjónvarpsviðtal við Reuters vegna tóbaksmálsins sem ég lagði fram á Alþingi.

Sá ég að viðtalið skilaði sér m.a. á tv.expressen.se eins og hér sést.

Kl.17 fór ég í viðtal hjá Globe and Mail, Canada's national newspaper, vegna sama máls.

Fimmtudagur 7. júlí

Kl.12 fór ég í sjósund með Heiði, en hitastig sjávar var 10,6 gráður.

Kl.20:30 fór ég í beina útsendingu hjá írsku útvarpsstöðinni Newstalk.

Miðvikudagur 6. júlí

Kl.12 fór ég í útvarpsviðtal hjá tv2 í Danmörku vegna þingmáls míns um tóbaksvarnir.

Hér er falleg rós.

Þriðjudagur 5. júlí

Kl.8 var tekið upp, á RÚV, viðtal við BBC World Service vegna þingmáls míns um tóbaksvarnir.

Kl.10:15 fór ég í upptöku hjá norska ríkisútvarpinu(NRK) vegna sama máls.

Kl.12 fór ég í viðtal við Ritzau fréttaveituna um sama mál.

Kl.13 var myndataka í Frú Laugu á Laugalæk fyrir blaðið finnur.is.

Kl.14 var tekið upp, á RÚV, nýtt viðtal við BBC World Service(Radio 4 prógram) um tóbaksmálið.

Kl.16:30 fór ég í hálftíma upptöku með Birki Jóni Jónssyni, alþingismanni, á sjónvarpsstöðinni ÍNN þar sem við ræddum um þingstörfin.

Kl.19 var tekið upp viðtal við Canadian Broadcasting Corporation(CBC) um tóbaksmál mitt.

Einnig tók ég annað símtal við CBC til að undirbúa þátt um málið sem tekinn verður upp á fimmtudaginn.

Kl.20:30 var tekið upp þriðja viðtalið við BBC World Service um tóbaksmálið.

Um kvöldið nýttist tíminn m.a. í að skoða Hörpu.

Mánudagur 4. júlí

Dagurinn fór í viðtöl og undirbúning viðtala vegna þingmáls míns um tóbaksvarnir sem lagt var fram á Alþingi fyrir skömmu.

Fór ég í viðtal við The Guardian og undirbjóð viðtal við BBC World Service sem fer fram á morgunn.

Hér er frétt í Aftenposten í kvöld sem byggist á frétt The Guardian um málið.

Sunnudagur 3. júlí

Hluti dagsins nýttist í að fylgjast með Hákoni keppa í hagalbyssuskotkeppni í SÍH-open.

Laugardagur 2. júlí

Í dag var Hákon að keppa í haglabyssuskotfimi í SÍH-open, en hann er félagi í Skotíþróttafélagi Hafnarfjarðar(SÍH).

Fylgdist ég með hluta keppninnar.