Dagbók Sivjar Friðleifsdóttur

Vikan 25.júní-1.júlí 2011

Föstudagur 1. júlí

Kl.12:15 var fundur í Rótarýklúbbi Seltjarnarness.

Á fundinum fóru fram stjórnarskipti.

Nýr forseti er Hjörtur Grétarsson.

Fimmtudagur 30. júní

Dagurinn nýttist í að ganga frá eftir ferðina.

Einnig gafst tími til að lesa í sólinni, því veðrið var einstaklega gott, etv. einn besti dagur sumarsins.

Miðvikudagur 29. júní

Kl.9 héldum við af stað til Rosengård í Malmö, en það hverfi er skilgreint sem ghettó. 

Í Rosengård búa 23.000 manns, um 80% innflytjendur eða afkomendur þeirra, uppundir helmingurinn börn.

Starfsfólk sveitarfélagsins kynnti fyrir okkur þau verkefni sem unnið er að til að bæta félagslega stöðu íbúa Rosengårds.

Síðan sýndi einn íbúanna okkur hverfið.

Um kvöldið flugum við heim.

Hér er frétt um heimsóknirnar.

Hér er viðtal við mig um heimsóknirnar.

Þriðjudagur 28. júní

Kl.9-12 stýrði ég fundi velferðarnefndar Norðurlandaráðs.

Eftir hádegi skoðuðum við Mjölnerparken í Kaupmannahöfn, en hverfið er skilgreint sem ghettó.

Danir skilgreina hverfi ghettó ef:

a.hlutfall innflytjenda og afkomenda þeirra í hverfinu er meira en 50%

b.hlutfall íbúa án tengsla við vinnumarkað eða skóla er yfir 40%

c. íbúar sem hlotið hafa árs dóm eða meira eru fleiri en 270 manns pr.10.000 íbúa.

Í Mjölnerparken búa 2000  manns, helmingurinn er yngri en 18 ára, 78% eru innflytjendur eða afkomendur þeirra, flestir frá Palestínu og Sómalíu.

Meðal íbúa Mjölnerparken eru um 50% atvinnulausir.

 Í Kaupmannahöfn almennt eru 22% íbúa af erlendu bergi brotnir, 14,6% ekki vestrænir, flestir frá Pakistan, Tyrklandi, Írak, Marokkó, Líbanon og Póllandi.

Í Kaupmannahöfn er atvinnuleysi um 7,2% en 17,8% hjá innflytjendum og afkomendum sem eru ekki vestrænir.

Afbrotatíðni ungmenna 15-19 ára er 40% hærri í hópnum sem er ekki vestrænn miðað við meðaltalið í Kaupmannahöfn.

Vegna þessarar stöðu eru Danir með umfangsmikil prógröm í gangi til að bæta stöðuna og aðstoða þá sem eru í félagslegum vanda.

Mánudagur 27. júní

Kl.9 héldum við af stað í Gellerupparken, en hverfið er skilgreint sem ghettó.

Þar funduðum við með fulltrúum íbúðasamtakanna og sveitarfélagsins.

Velferðarnefnd Norðurlandaráðs er nú að skoða hvernig vinna má gegn myndun ghettóa og hvernig taka beri á þeim vanda sem ríkir í slíkum hverfum.

Í Gellerupparken eru 32 blokkir sem hýsa 7400 manns í 2400 íbúðum.

83% íbúanna eru ekki vestrænir og 41% eru yngir en 18 ára(helmingi hærra en meðaltalið í Danmörku).

Atvinnuleysi íbúa í hverfinu er yfir 50%.

Áform eru um að bæta hverfið með því að rífa þrjár blokkir, selja eina og breyta þremur í ungmennaíbúðir og íbúðir fyrir aldraða.

Einnig á að leggja nýja vegi inn um hverfið og freista þess að ná inn verslunum og fyrirtækjum. 

Seinnipartinn tókum við rútu til Kaupmannahafnar.

Um kvöldið gafst tími til að fara í stutta en skemmtilega siglingu um kanalana.

Sunnudagur 26. júní

Um morguninn var flug til Köben og Árósa en þar verður fundur velferðarnefndar Norðurlandaráðs haldinn.

Laugardagur 25. júní

Kl.11 fór ég af stað í Ólafsvík til að vera viðstödd vígslu nýs hjúkrunarheimilis.

Nýja álman er viðbygging við Jaðar.