Dagbók Sivjar Friðleifsdóttur

Vikan 18.-24. júní 2011

Föstudagur 24. júní

Fór í morgunkaffi á stofuna til pabba.

Kl.12:15 var fundur í Rótarýklúbbi Seltjarnarness.

Kl.13:30 var fundur í Íslandsdeild Norðurlandaráðs.

Fimmtudagur 23. júní

Í dag átti mamma afmæli.

Um kvöldið fór ég í góða göngu með systur minni.

Miðvikudagur 22. júní

Kl.12 var hádegisfundur.

Kl.14 tók ég viðtal á Alþingi.

Kl.17 var fundur í viðtakandi stjórn Rótarýklúbbs Seltjarnarness.

Um kvöldið nýttist tíminn í trimm og sjósund.

Þriðjudagur 21. júní

Kl.6 mættum við nokkur við Seltjarnarneskirkju til að hjóla af stað með Þóri Kr. Þórissyni, fyrrum bæjarstjóra á Siglufirði, en hann var að leggja upp í hjólaferð til Siglufjarðar til styrktar Iðju.

Um kvöldið trimmað ég.

Mánudagur 20. júní

Fyrri part dags gengum við undir leiðsögn Guðjóns Friðrikssonar, sagnfræðings, um slóðir Jóns Sigurðssonar í Kaupmannahöfn.

Um miðjan daginn var boðið upp á smurt brauð að dönskum sið í Jónshúsi.

Um kvöldið var flug heim.

Sunnudagur 19. júní

Um morguninn var flug til Köben en þar er hátíðardagskrá í Jónshúsi í tilefni 200 ára afmælis Jóns Sigurðssonar.

Kl.16 hófst hátíðardagskráin í Jónshúsi.

Kl.19:30 var kvöldverður í sendiherrabústaðnum.

Laugardagur 18. júní

Dagurinn fór í tiltektir og annað stúss.

Seinni partinn nýttist tíminn í að trimma út í Nauthólsvík, fara í sjósund og trimma tilbaka.