Dagbók Sivjar Friðleifsdóttur

Vikan 11.-17. júní 2011

Föstudagur 17. júní

Kl.10 var hátíðarmessa í Dómkirkjunni.

Að henni lokinni var 17. júní-dagskrá á Austurvelli.

Síðan var hátíðarfundur á Alþingi í tilefni þess að 100 ár eru liðin frá stofnun Háskóla Íslands í þinghúsinu.

Kl.14 var opið hús á Alþingi.

Þar heilsaði ég yfir 2500 manns og bauð gesti velkomna í þinghúsið og þakkað þeim fyrir komuna.

Gestir voru afar hrifnir af framtakinu og sögðu margir að húsið væri fallegra en þeir hefðu gert sér í hugarlund.

Einnig að þingsalurinn væri mun minni en hann virtist í sjónvarpinu.

Um kvöldið var ég með matargesti.

Fimmtudagur 16. júní

Kl.15 var tími í klippingu hjá Lilju í Greiðunni.

Síðan nýttist tíminn í að trimma.

Um kvöldið var skemmtilegt garðpartý hjá Ásgeiri Sigurðssyni og Önnu Hrönn í tilefni fimmtugsafmælis hans.

Miðvikudagur 15. júní

Kl.11 hófst hátíðarfundur á Alþingi þar sem samþykkt var að stofna prófessorstöðu til heiðurs Jóni Sigurðssyni.

Um kvöldið bauð framkvæmdastjóri Framsóknarflokksins, Hrólfur Ölvisson, þingflokknum í glæsilega grillveislu.

Þriðjudagur 14. júní

Vakti Hákon um morguninn og smurði nestið fyrir daginn hans.

Um miðjan daginn var tími til að trimma.

Um kvöldið var ég með matargesti.

Mánudagur 13. júní

Um miðjan daginn nýttist tíminn í að trimma.

Um kvöldið umpottaði ég basilíkumplöntunum í pottana sem ég keypti í Garðheimum.

Sunnudagur 12. júní

Dagurinn fór í að slappa af.

Laugardagur 11. júní

Kl.11 útskrifaðist Húnbogi úr læknisfræði í Háskóla Íslands.

Athöfnin fór fram í Laugardalshöllinni og var hin virðulegasta.

Húnbogi er búinn að standa sig mjög vel í námi alla tíð og á létt með að læra.

Síðan fórum við Elín Björk að versla, m.a. fyrir útskriftarveisluna.

Kl.17 hófst glæsileg útskriftarveisla Húnboga.

Fjöldi manns samfagnaði honum við þessi tímamót.

Um kvöldið fór ég í skemmtilegt matarboð.