Dagbók Sivjar Friðleifsdóttur

Vikan 4.-10. júní 2011

Föstudagur 10. júní

Kl.12:15 var fundur í Rótarýklúbbi Seltjarnarness.

Kl.15:00-16:30 var fyrri forsetavakt mín á Alþingi.

Kl.17 vorum við Anna Hrönn hjá Heiði.

Kl.18 var móttaka í rússneska sendiráðinu.

Kl.19 var matarboð hjá Heiði.

Kl.23-24 var seinni vakt mín á forsetastóli.

Fimmtudagur 9. júní

Kl.10 fór ég í beina útsendingu hjá Eyðun Klakstein, á Rás 2, útvarpinu hjá Sosialurin.

Um miðjan daginn flaug ég heim.

Miðvikudagur 8. júní

Kl.9 hófst ráðstefnan í Norðurlandahúsinu.

Um kl.11 skrapp ég af ráðstefnunni í  fréttaviðtal hjá Boga Gottfred, fréttamanni hjá færeyska ríkissjónvarpinu, um þingsályktunartillögu mína og meðflutningsmanna um tóbaksvarnarmál.

Seinni part dags sigldum við meðfram fuglabjörgum.

Um kvöldið bauð Rósa Samúelsen, félagsmálaráðherra Færeyja, til kvöldverðar í bænum Bö.

Þriðjudagur 7. júní

Kl.9-17 var þemaráðstefna Vestnorræna ráðsins í Norðurlandahúsinu i Þórshöfn í Færeyjum.

Umræðuefni hennar var þjónusta við aldraða og íbúðamál þeirra.

Í hádeginu hitti ég Poul Michelsen, þingmann, en hann er mikill Íslandsvinur og hefur nýlega yfirgefið Fólkaflokkinn(hægri flokkinn í Færeyjum, sbr. Sjálfstæðisflokkinn á Íslandi) og stofnað nýjan flokk sem heitir Framsókn.

Á leiðinni niður í bæ hitti ég góðan vin minn til margra ára, Heri Andreassen, lögreglumann í Þórshöfn.

Kl.19:30 var hátíðarkvöldverður í boði Kaj Leo Johannesen, lögmanns Færeyja.

Mánudagur 6. júní

Kl.12:30 var flug til Færeyja, en þar er ráðstefna Vestnorræna ráðsins og Norrænu ráðherranefndarinnar.

Kl.18 var móttaka í boði lögmanns Færeyja, Kaj Leo Johannesen, á Tinganesi.

Sunnudagur 5. júní

Í dag lá leiðin suður.

Kl.20 vorum við Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, forseti Alþingis, í myndatökum á Kex hostelinu við Skúlagötu vegna útgáfu 19. júní blaðsins sem gefið er út í tilefni kvennadagsins.

Laugardagur 4. júní

Kl.11 var ég gestur á opnum fundi Framsóknarfélags Fjallabyggðar.

Skrapp svo á Ólafsfjörð.

Þar voru hátíðarhöld vegna sjómannadagsins á morgunn.

Seinni part dags gróðursetti ég sumarblóm á leiði ömmu og afa.