Dagbók Sivjar Friðleifsdóttur

Vikan 28.maí-3.júní 2011

Föstudagur 3. júní

Nýtti daginn á Siglufirði.

Fimmtudagur 2. júní

Í dag lá leiðin norður á Sigló.

Miðvikudagur 1. júní

Kl.10:30 hófst þingfundur.

Kl.11:30-13:30 var mín vakt á forsetastóli Alþingis.

Kl.14:15 var þingflokksfundur þar sem Ásmundur Einar Daðason gekk til liðs við okkur.

Kl.18:30 var smink.

Kl.19:25 vorum við Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri verslunar og þjónustu, í Kastljósinu að ræða um þingsályktunartillögu mína og fleiri um tóbaksvarnaráætlun.

Kl.20 var opinn fundur Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Framsóknarflokksins, í Muffins Bakery í Kópavogi.

Þriðjudagur 31. maí

Kl.7:10 var ég í símaviðtali á Bylgjunni vegna tóbaksvarnartillögunnar sem var dreift á Alþingi í gær.

Kl.7:40 vorum við Ragnheiður Ríkharðsdóttir, alþingismaður, á Rás 2 að ræða um þá umræðu sem hefur skapast vegna umfjöllunar Kastljóssins um s.k. læknadóp.

Kl.10:30 hófst þingfundur.

Kl.12:00-13:30 sótti ég, fyrir hönd þingflokks framsóknarmanna, opinn fund SÍBS í Iðnó um velferðarmál.

Fór síðan á þingflokksfund.

Kl.14:00-15:30 var mín vakt á forsetastóli á Alþingi.

Kl.20-22 var ég á aðalfundi fulltrúarráðs framsóknarfélaganna í Hafnarfirði.

Í dag og í gær hef ég fengið marga tölvupósta vegna tóbaksvarnarmálsins þar sem fram koma allskyns rök og góðar ábendingar um hvernig ná megi árangri í tóbaksvörnum.

Líklega næ ég ekki að svara öllum póstunum.

Mánudagur 30. maí

Kl.10 hófst fundur forsætisnefndar Alþingis.

Kl.10:30 hófst þingfundur.

Kl.12:30 var þingflokksfundur framsóknarmanna á Alþingi.

Í dag var þingsályktunartillögu minni um tóbaksvarnir lögð fram á Alþingi.

Hljómar tillögugreinin svo "Alþingi ályktar að fela velferðarráðherra að vinna 10 ára aðgerðaráætlun þar sem einn liðurinn verði að sala á tóbaki verði takmörkuð við apótek."

Meðflutningsmenn eru úr öllum stjórnmálaflokkum á Alþingi.

Seinni partinn fór ég í nokkur viðtöl vegna þingsályktunarinnar um tóbaksvarnir.

Viðtal um málið á Bylgjunni.

Frétt mbl.is um málið.

Kl.15:00-16:30 var mín vakt á forsetastóli á Alþingi.

Kl.20:30-22:00 var seinni vakt mín á forsetastóli.

Sunnudagur 29. maí

Seinnipartinn fór hluti fjölskyldunnar til Árna í grillveislu.

Laugardagur 28. maí

Um kvöldið nýttist tíminn hjá Ingunni við að steikja bollur fyrir útskriftarveislu Húnboga, en hann útskrifast úr læknadeild HÍ þann 11. júní.