Dagbók Sivjar Friðleifsdóttur

Vikan 21.-27. maí 2011

Föstudagur 27. maí

Kl.10:30 hófst fundur á Alþingi.

Lauk honum um kl.15 með atkvæðagreiðslu um stöðu íslenskunnar og táknmálsins.

Kl.16 var móttaka fyrir erlenda sendiherra á Íslandi á Alþingi.

Fimmtudagur 26. maí

Kl.9-11 var fundur forsætisnefndar Alþingis.

Kl.12 tók ég viðtal.

Kl.16 nýttist tíminn með Ingunni systur minni í Hreyfingu.

Kl.17-19 var fundur í heilbrigðisnefnd Alþingis.

Miðvikudagur 25. maí

Kl.8:30-10:00 var fundur heilbrigðisnefndar Alþingis.

Kl.13 hófst fundur þingflokks framsóknarmanna.

Kl.14-16 var fundur í menntamálanefnd Alþingis.

Ók síðan Hákoni í MR að sækja vorprófseinkunnir.

Seinni partinn hélt Friðleifur Kr. Friðleifsson upp á 10 ára afmælið sitt.

Í dag kom Húnbogi heim úr útskriftarferð sinni til eyjarinnar Kos í Grikklandi.

Tafðist heimkoma hans um einn dag vegna öskunnar úr eldgosinu úr Grímsvötnum.

Þriðjudagur 24. maí

Kom Hákoni í vinnuna kl.8.

Kl.17-19 var fundur heilbrigðisnefndar Alþingis.

Mánudagur 23. maí

Vakti Hákon um morguninn því hann er að byrja í bæjarvinnunni á Seltjarnarnesi í dag.

Fór í þingið um hádegisbil en í þessari viku eru nefndardagar.

Tók eitt viðtal og vann á skrifstofunni fram eftir degi.

Sunnudagur 22. maí

Dagurinn fór í hvíld og að hluta í að undirbúa þingsályktun sem ég mun flytja bráðlega á Alþingi.

Laugardagur 21. maí

Um kvöldið nýttist tíminn í að fara á Faust í Borgarleikhúsinu, stórskemmtilegt leikrit Vesturports.

Í dag hófst eldgos í Grímsvötnum.