Dagbók Sivjar Friðleifsdóttur

Vikan 14.-20. maí 2011

Föstudagur 20. maí

Kl.7:30 lögðum við af stað frá Pskov til St. Pétursborgar.

Þaðan var flug heim í gegnum Köben.

Fimmtudagur 19. maí

Kl.9 var ekið af stað til Puskinogorsky þar sem við funduðum með borgarstjórninni.

Síðan heimsóttum við Puskhin safnið, en hann er eitt ástsælasta skáld Rússa.

Einnig skoðuðum við landareignina þar sem hann var í útlegð á seinni árum og leiði hans.

Seinni part dags ókum við tilbaka.

Um kvöldið kvöddum við gestgjafa okkar.

Miðvikudagur 18. maí

Kl.9 hófst fundur með héraðsstjóranum í Pskov, þingforseta héraðsþingsins og þingmönnum þess.

Kl.11:45 hófst fundur með borgarstjóra Pskov og borgarfulltrúum.

Kl.14:30 funduðum við með námsmönnum í Pskov.

Kl.15:45-16:45 heimsóttum við verksmiðju sem framleiðir karlmannsjakkaföt í góðum gæðaflokki.

Þar vinna 1100 manns, aðallega konur.

Kl.16:45-19:00 heimsóttum við Kreml, kirkjubygginguna og virkismúrinn.

Kirkjan var mjög tilkomumikil.

Kl.20 bauð héraðsstjórnin okkur í hátíðarkvöldverð.

Í dag átti Hákon afmæli og varð 18 ára.

Þriðjudagur 17. maí

Um morguninn nýttist tíminn til að skoða St. Pétursborg.

Í dag ókum við til Pskov þar sem við munum hitta héraðsstjórann, borgarstjórann, sveitastjórnarmenn, námsmenn og fleiri og ræða um norrænt samstarf Norðurlandaráðs og Norrænu ráðherranefndarinnar við NV-Rússland.

Mánudagur 16. maí

Kl.9:35 var flug til St. Pétursborgar, en hér leiði ég sendinefnd Norðurlandaráðs á ferð sinni í NV-Rússlandi.

Dagurinn fór í að funda með starfsfólki Norrænu upplýsingaskrifstofunnar og fulltrúum sveitarfélaganna á svæði St. Pétursborgar

Sunnudagur 15. maí

Um morguninn var flug til Óslóar.

Laugardagur 14. maí

Kl.11 hélt ég erindi á morgunkaffifundi framsóknarmanna á Digranesvegi 12 í Kópavogi.

Um kvöldið var Eurovision.