Dagbók Sivjar Friðleifsdóttur

Vikan 7.-13. maí 2011

Föstudagur 13. maí

Kl.12:15 var fundur í Rótarýklúbbi Seltjarnarness þar sem fluttur var fróðlegur fyrirlestur um Slowfood samtökin og hugmyndafræði þeirra.

Kl.17 var móttaka í Hörpunni til heiðurs fyrsta varaforseta rússnesku Dúmunnar.

Kl.18 hófust formlegir opnunartónleikar Hörpunnar.

Tónleikarnir voru mjög góðir og húsið allt hið glæsilegasta.

Fimmtudagur 12. maí

Kl.10:30 hófst fundur á Alþingi.

Kl.13:30-15:00 var mín vakt á forsetastóli á Alþingi.

Miðvikudagur 11. maí

Kl.8:30-10:00 var fundur í heilbrigðisnefnd Alþingis.

Kl.11 var klipping í Greiðunni.

Kl.13-14 var þingflokksfundur framsóknarmanna á Alþingi.

Kl.15:00-16:30 var mín vakt á forsetastóli.

Mánudagur og þriðjudagur 9-10. maí

Mánudag og þriðjudag var stjórnarfundur í Norræna menningarsjóðnum.